Fréttir

true

Víðtæk bilun hjá Microsoft

Notendur Microsoft á Íslandi og víðar í Evrópu, eru í vandræðum með forrit fyrirtækisins. Bilunin hefur áhrif á fjölda fyrirtækja, stofnana og heimila. Bilunin hefur áhrif á tölvupóst í gegnum Outlook og samskiptaforritið Teams, svo dæmi séu tekin. Microsoft hefur gefið út að bilun er í innviðum hjá þeim með þessum afleiðingum og að ekki…Lesa meira

true

Jólatónleikar Hljómlistarfélagsins

Hinir árlegu jólatónleikar Hljómlistarfélags Borgarfjarðar verða haldnir í áttunda sinn sunnudaginn 8. desember nk. í Hjálmakletti í Borgarnesi. Tvennir tónleikar verða í boði; síðdegistónleikar og kvöldtónleikar. Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 17:00 og hinir síðari kl. 20:00. Hljómsveit leikur og syngur ásamt góðum gestum. Aðalgestur er enginn annar en Stefán Hilmarsson sem flestir þekkja meðal annars…Lesa meira

true

Ósáttir með stöðu Skógarstrandarvegar

Á fundi atvinnu- og nýsköpunarnefndar Sveitarfélagsins Stykkishólms þriðjudaginn 19. nóvember sl. voru samgöngumál innan sveitarfélagsins tekin til umræðu. Þar skoraði nefndin á innviðaráðherra, Vegagerðina, þingmenn Norðvesturkjördæmis og umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis að leggjast á eitt um að færa framkvæmdir um Snæfellsnesveg 54 um Skógarströnd framar á samgönguáætlun. „Það er í raun ótækt að þessi STOFNVEGUR…Lesa meira

true

Hafa áhyggjur af vetrarþjónustu

Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar síðastliðinn fimmtudag fór fram umræða um vetrarþjónustu Vegagerðinnar á Vesturlandi og í Borgarbyggð. Farið var yfir samskipti framkvæmdastjóra sveitarfélaga á Vesturlandi um málefnið og erindi þeirra til Vegagerðinnar. Fram kemur í fundargerð að byggðarráð hafi verulegar áhyggjur af því að kostnaðaraðhald í vetrarþjónustu af hálfu Vegagerðarinnar bitni á þjónustu í sveitarfélaginu…Lesa meira

true

Hugmyndir um Agustsonreit í Stykkishólmi kynntar

Á fimmtudaginn í næstu viku verða hugmyndir kynntar fyrir skipulagsnefnd Stykkishólms, um breytingar á landnotkun Austurgötu 1 og Austurgötu 2 í Stykkishólmi. Til stendur að breyta skilgreiningu svæðisins úr iðnaðar- og athafnalóð í viðskipta- og þjónustulóð. Hugmyndir að skiptingu skilgreiningar bygginga í viðskipta- og þjónustulóð snúast um að gera ráð fyrir hóteli og samkomusal á…Lesa meira

true

Reykhólahreppur hefur þátttöku í Brothættum byggðum

Reykhólahreppur hefur nú hafið þátttöku í byggðaþróunarverkefninu Brothættar byggðir. Þetta kemur fram á heimasíðu Byggðastofnunar. Miðvikudaginn 20. nóvember var undirritaður samningur þess efnis á milli Byggðastofnunar, Reykhólahrepps og Vestfjarðastofu. Byggðarlagið er það fimmtánda í röðinni sem hefur þátttöku í verkefninu frá því að það hóf göngu sína á Raufarhöfn árið 2012. Nú fer í hönd…Lesa meira

true

Grundaskóli með markað – Breyta krónum í gull

Næstkomandi fimmtudag, 28. nóvember frá kl. 11:30-13:00, mun Grundaskóli á Akranesi verða með góðgerðamarkaðinn Breytum krónum í gull. Viðburðurinn fer fram í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum. „Þeir munir sem verða til sölu hafa nemendur í skólanum búið til. Allur ágóði fer til Rauða krossins sem úthlutar til fólks í neyð í heiminum. Í mörg ár hefur…Lesa meira

true

Kynnir bókina Rokið í stofunni næsta miðvikudag

Bókin Rokið í stofunni eftir Guðrúnu J Magnúsdóttur kom nýverið út. Fjallað er um hersetuna í Reykjavík árið 1942. Þrettán ára stúlka var handtekin og handjárnuð úti á götu. Færð með lögreglubifreið í varðhald. Næst var stúlkan dæmd til dvalar á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði. Þar voru vistaðar stúlkur er gefið var að sök að hafa…Lesa meira

true

Mikill áhugi fyrir sauðfjársæðingarnámskeiðum

Í dag er áhersla lögð á sæðingar verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir gegn riðuveiki og því mikil tækifæri fólgin í því að endurmennta sig í sauðfjársæðingum. „Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn mikill áhugi á sauðfjársæðingarnámskeiðum Endurmenntunar LbhÍ og verða fimm námskeið haldin í kringum næstu mánaðamót í samstarfi við búnaðarsambönd á viðkomandi svæðum. Námskeiðin…Lesa meira