Fréttir

Grundaskóli með markað – Breyta krónum í gull

Næstkomandi fimmtudag, 28. nóvember frá kl. 11:30-13:00, mun Grundaskóli á Akranesi verða með góðgerðamarkaðinn Breytum krónum í gull. Viðburðurinn fer fram í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum.

„Þeir munir sem verða til sölu hafa nemendur í skólanum búið til. Allur ágóði fer til Rauða krossins sem úthlutar til fólks í neyð í heiminum. Í mörg ár hefur fjármagnið farið til Malaví. Allir bæjarbúar eru velkomnir,“ segir í tilkynningu.

Grundaskóli með markað - Breyta krónum í gull - Skessuhorn