Fréttir

true

Eldur kom upp í aðveitustöð Norðuráls

Laust eftir klukkan 12 í dag var allur tiltækur mannskapur Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar kallaður út á Grundartanga. Eldur logaði þá í aðveitustöð Norðuráls og lagði nokkurn reyk frá húsinu. Að sögn Sólveigar Bergmann samskiptastjóra Norðuráls sakaði engan. Kerskáli fyrirtækisins var til öryggis rýmdur meðan aðgerðir stóðu yfir. Að sögn Sólveigar er slökkvilið að ráða…Lesa meira

true

Ísland vann frábæran liðssigur gegn Ítalíu

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann frækinn sigur gegn Ítalíu á útivelli í gær. Með sigrinum tók Ísland stórt skref í átt að lokakeppni EM, Eurobasket 2025. Fyrrverandi leikmenn Skallagríms, þeir Bjarni Guðmann Jónsson og Sigrtyggur Arnar Björnsson, léku vel í leiknum. Bjarni skilaði 5 stigum og 2 fráköstum á þeim fjórum mínútum sem hann spilaði…Lesa meira

true

Mikið um að ökumenn séu ekki með ljósin í lagi

Í liðinni viku voru 34 ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi. Rúmlega 50 ökumenn hafa verið stöðvaðir og áminntir fyrir ófullnægjandi ljósabúnað. Einnig hafði lögregla afskipti af ökumönnum vegna réttindaleysis við akstur, einhverjir voru í símanum og svo var ökumaður með barn í bifreiðinni sem ekki var með tilskilinn öryggisbúnað…Lesa meira

true

Afkomubati hjá Orkuveitunni

Rekstur Orkuveitunnar skilaði 5,1 milljarðs króna afgangi fyrstu níu mánuði ársins. Það er 44% aukning frá sama tímabili fyrra árs og góð undirstaða fyrirhugaðs vaxtar Orkuveitunnar á næstu árum, að mati Sævars Freys Þráinssonar forstjóra. Árshlutareikningur samstæðu Orkuveitunnar fyrir þrjá fyrstu fjórðunga þessa árs var samþykktur af stjórn í byrjun vikunnar. Innan samstæðunnar eru Veitur,…Lesa meira

true

Hnitsetja lóðir og hús

Hvalfjarðarsveit vinnur að endurskoðun deiliskipulags fyrir Melahverfið. Í tengslum við deiliskipulagsvinnuna þarf að GPS mæla staðsetningu húsa, lóðarveggja og fl., í Lækjarmel, Innrimel og Hagamel. Á næstunni mun starfsmaður Verkís verkfræðistofu vinna að þessum mælingum í Melahverfi og mega lóðarhafar eiga von á að farið verði inn á lóðir í þessu sambandi. Hafa má samband…Lesa meira

true

Guðni fjallar um stjórnarmyndanir á Íslandi frá upphafi til okkar daga

Sunnudaginn 1. desember klukkan 16 mun Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur flytja fyrirlestur í Snorrastofu í Reykholti, sem ber yfirskriftina; „Stjórnarmyndanir á Íslandi frá upphafi til okkar daga. Stutt yfirlit“. Fyrirlesturinn, sem er hluti af fyrirlestraröðinni „Fyrirlestrar í héraði“, er öllum opinn og er aðgangur ókeypis. Í erindinu verður farið yfir stjórnarmyndanir á Íslandi eftir kosningar…Lesa meira

true

Héldu jólamót í boccia

Félög eldri borgara á Akranesi og í Borgarfirði stóðu fyrir boccíamóti laugardaginn 23. nóvember í Íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. Mótið var auglýst til sjö félaga, en aðeins 14 sveitir frá þremur félögum mættu til leiks; eitt frá FaMos/Mosfellsbæ, þrjú frá FEBBN/FAB Borgarbyggð og tíu frá FEBAN Akranesi. Samt sem áður var vel tekist á…Lesa meira

true

Verkefnið Samhugur í Borgarbyggð heldur áfram

Nú hafa íbúar í Borgarbyggð, í samvinnu við Rauða krossinn á Vesturlandi og Borgarneskirkju, tekið höndum saman um að safna fyrir þá sem þurfa auka stuðning fyrir jólin. Hópurinn Samhugur í Borgarbyggð safnar gjöfum, gjafakortum og peningum og er móttaka á skrifstofu Kaupfélags Borgfirðinga við Egilsholt í Borgarnesi en einnig er hægt að leggja inn…Lesa meira

true

Nemendur FVA fóru að skoða stjörnurnar

Síðastliðið fimmtudagskvöld fóru nemendur í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í stjörnufræði með Finnboga Rögnvaldssyni, kennara sínum, í stjörnuskoðun í svölum norðanblæ upp úr átta að kveldi. Farið var sem leið lá norður fyrir Akrafjall í land Fellsenda. „Þar dró Hlynur Örn Einarsson upp forláta stjörnukíki úr pússi sínu og bauð mönnum að skoða Sjöstirnið, Júpíter…Lesa meira

true

Fánadagur í Borgarnesi

Margt var um manninn þegar Liverpool klúbbur Íslands hélt Fánadag í Borgarnesi í gær. Grillhúsið í Borgarnesi var þá skreytt að hætti sannra Liverpool stuðningsmanna og var upphitun fyrir leik Liverpool gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni. Mátti heyra hróp og köll úr sal, að skjávarpa Grillhúsins, þar sem menn voru að aðstoða lið Liverpool, í…Lesa meira