
Fánadagur í Borgarnesi
Margt var um manninn þegar Liverpool klúbbur Íslands hélt Fánadag í Borgarnesi í gær. Grillhúsið í Borgarnesi var þá skreytt að hætti sannra Liverpool stuðningsmanna og var upphitun fyrir leik Liverpool gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni. Mátti heyra hróp og köll úr sal, að skjávarpa Grillhúsins, þar sem menn voru að aðstoða lið Liverpool, í að ná sigri. Það tókst tvímælalaust með þessum andlega stuðningi úr Borgarnesi, því leikurinn fór 3:2.