
Verkefnið Samhugur í Borgarbyggð heldur áfram
Nú hafa íbúar í Borgarbyggð, í samvinnu við Rauða krossinn á Vesturlandi og Borgarneskirkju, tekið höndum saman um að safna fyrir þá sem þurfa auka stuðning fyrir jólin. Hópurinn Samhugur í Borgarbyggð safnar gjöfum, gjafakortum og peningum og er móttaka á skrifstofu Kaupfélags Borgfirðinga við Egilsholt í Borgarnesi en einnig er hægt að leggja inn á reikning sem Borgarneskirkja hefur látið Samhug í té. Reikningsnúmer er 0357-22-2688 og kennitala er 480169-3799.
Ekki þarf að pakka inn í gjafapappír, gjafirnar mega vera í poka en best er að merkja fyrir hvaða aldur gjöfin er ætluð. Öllum gjöfum verður endurpakkað fyrir afhendingu. Síðasti dagur móttöku framlaga og umsókna er 13. desember en úthlutað verður 16. desember.