Fréttir

Mikið um að ökumenn séu ekki með ljósin í lagi

Í liðinni viku voru 34 ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi. Rúmlega 50 ökumenn hafa verið stöðvaðir og áminntir fyrir ófullnægjandi ljósabúnað. Einnig hafði lögregla afskipti af ökumönnum vegna réttindaleysis við akstur, einhverjir voru í símanum og svo var ökumaður með barn í bifreiðinni sem ekki var með tilskilinn öryggisbúnað í notkun, þ.e. ekki í barnabílstól.

Mikið um að ökumenn séu ekki með ljósin í lagi - Skessuhorn