
Fjögur efstu liðin. Ljósm. af FB Feban.
Héldu jólamót í boccia
Félög eldri borgara á Akranesi og í Borgarfirði stóðu fyrir boccíamóti laugardaginn 23. nóvember í Íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. Mótið var auglýst til sjö félaga, en aðeins 14 sveitir frá þremur félögum mættu til leiks; eitt frá FaMos/Mosfellsbæ, þrjú frá FEBBN/FAB Borgarbyggð og tíu frá FEBAN Akranesi. Samt sem áður var vel tekist á og spilaðir margir tvísýnir leikir. Þarna voru margir þátttakendur að mæta til keppni í fyrsta sinn og vonandi ekki það síðasta.