
Agustsonreitur í Stykkishólmi mun ganga í gegnum miklar breytingar. Ljósm. hig
Hugmyndir um Agustsonreit í Stykkishólmi kynntar
Á fimmtudaginn í næstu viku verða hugmyndir kynntar fyrir skipulagsnefnd Stykkishólms, um breytingar á landnotkun Austurgötu 1 og Austurgötu 2 í Stykkishólmi. Til stendur að breyta skilgreiningu svæðisins úr iðnaðar- og athafnalóð í viðskipta- og þjónustulóð. Hugmyndir að skiptingu skilgreiningar bygginga í viðskipta- og þjónustulóð snúast um að gera ráð fyrir hóteli og samkomusal á svæðinu sem verður samtal 5500-6000 fermetrar, íbúðir sem verða alls 1500-2000 fermetrar, verslun og þjónusta 1000-1500 fermetrar og bílakjallari/tæknirými og geymslur eru áætlaðar 1500 fermetrar.