Fréttir
Frá gjörningi sem gerður var á veginum í sumar.

Ósáttir með stöðu Skógarstrandarvegar

Á fundi atvinnu- og nýsköpunarnefndar Sveitarfélagsins Stykkishólms þriðjudaginn 19. nóvember sl. voru samgöngumál innan sveitarfélagsins tekin til umræðu. Þar skoraði nefndin á innviðaráðherra, Vegagerðina, þingmenn Norðvesturkjördæmis og umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis að leggjast á eitt um að færa framkvæmdir um Snæfellsnesveg 54 um Skógarströnd framar á samgönguáætlun.

Ósáttir með stöðu Skógarstrandarvegar - Skessuhorn