Fréttir

true

Teigasel á Akranesi og Leikskóli Snæfellsbæjar á leið í verkfall

Á vef Kennarasambands Íslands var sett tilkynning í gær þess efnis að niðurstaða atkvæðagreiðslna um boðun verkfalls í tíu leikskólum í landinu liggur nú fyrir. Aðgerðirnar voru samþykktar með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Verkföll eru boðuð þriðjudaginn 10. desember næstkomandi í tíu leikskólum hafi samningar ekki náðst. „Þetta eru leikskólarnir Hulduheimar á Akureyri, Höfðaberg í Mosfellsbæ,…Lesa meira

true

Borgarnes dagatalið 2025 er komið út

Borgarnes dagatal Þorleifs Geirssonar prýða 13 myndir úr Borgarnesi, sem teknar eru í öllum 12 mánuðum ársins. Þetta er í 15. skipti sem það er gefið út. Dagatalið kostar 2.900 krónur en veittur er 15% afsláttur ef keypt eru fimm stykki eða fleiri. Myndirnar á dagatalinu má skoða og fá nánari upplýsingar á slóðinni: www.hvitatravel.is/dagatal…Lesa meira

true

Snæfell náði loks sigri eftir sex tapleiki í röð

KFG og Snæfell áttust við í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi og var viðureignin í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ. Gengi Snæfells hafði ekki verið gott undanfarið því þeir voru með sex töp í röð á breiðu bakinu og eflaust staðráðnir í að ná sínum fyrsta sigri eftir allan þennan tíma sem varð svo raunin…Lesa meira

true

Samráðsfundur stjórnenda í velferðarþjónustu

Nýlega tóku stjórnendur í velferðarþjónustu á Vesturlandi ákvörðun um að stofna formlegan vettvang fyrir samráð og samstarf í samvinnu við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi. „Tilgangur reglulegra samráðsfunda er að búa til sameiginlegan vettvang velferðarsviða sveitarfélaga á Vesturlandi með það að meginmarkmiði að stuðla að aukinni farsæld íbúa svæðisins og standa vörð um hagsmuni þeirra,“ segir…Lesa meira

true

Skallagrímur tapaði á Meistaravöllum

Áttunda umferð 1. deild karla var spiluð í gær vegna landsleiks Íslands gegn Ítalíu í kvöld. Skallagrímur heimsótti KV í Vesturbænum en fyrir leikinn voru Skallagrímsmenn með sex stig eftir sjö leiki en KV var með átta stig eftir sjö leiki. Skallagrímur byrjaði leikinn af miklum krafti og náðu forystu snemma í leiknum sem liðið…Lesa meira

true

Hamar vann sigur á ÍA eftir framlengingu

Lið Hamars og ÍA mættust í 8. umferð fyrstu deildar karla í körfuknattleik í gærkvöldi og fór leikurinn fram í Hveragerði. Liðin voru bæði í efri hluta deildarinnar, Skagamenn voru í þriðja sæti með 10 stig og Hamar þar á eftir ásamt KV og Breiðabliki með 8 stig. Skagamenn voru sterkari á fyrstu mínútunum og…Lesa meira

true

Lionsklúbbur Grundarfjarðar bauð upp á blóðsykursmælingu

Í gær bauð Lionsklúbbur Grundarfjarðar upp á blóðsykursmælingu í Kjörbúðinni í Grundarfirði. Mælingin fór fram á milli 16:00 og 18:00 þegar flestir bæjarbúar leggja leið sína í búðina. Vel var mætt og höfðu sjúkraflutningamennirnir Þorkell Máni og Tómas Freyr í nógu að snúast á meðan þeir mældu bæjarbúa. Það er afskaplega mikilvægt að fylgjast með…Lesa meira

true

Leirulækur er ræktunarbú Borgfirðings 2024

Uppskeruhátíð hestamannafélagsins Borgfirðings var haldin í gær. Þar voru afhent verðlaun fyrir efstu kynbótahross í hverjum flokki og efstu knapa. Ræktunarbú ársins á félagssvæðinu er Leirulækur á Mýrum. Íþróttamaður Borgfirðings 2024 er Flosi Ólafsson. Stigahæstu knapar Barnaflokkur: Svandís Svava Halldórsdóttir Unglingaflokkur: Kristín Eir Holaker Hauksdóttir Ungmennaflokkur: Katrín Einarsdóttir Áhugamannaflokkur: Ámundi Sigurðsson Opinn flokkur: Flosi Ólafsson…Lesa meira

true

Fjölmenni á baráttufundi kennara

Síðdegis í gær komu kennarar á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit saman til baráttufundar í Fjölbrautaskóla Vesturlands. Vildu þeir með fundinum sýna samstöðu og þétta hópinn í kjarabaráttu sinni. Eins og kunnugt er hefur hvorki gengið né rekið í viðræðum Kennarasambandsins við fulltrúa ríkis og sveitarfélaga. Verkfallsaðgerðir hafa staðið í nokkrum skólum frá því í lok…Lesa meira

true

Ljósakrossar Lionsklúbbsins á aðventunni

„Ágætu Akurnesingar og aðrir velunnarar Lionsklúbbs Akraness! Nú fer að líða að aðventunni og þá hefjumst við Lionsmenn handa í kirkjugarðinum. Að þessu sinni byrjum við laugardaginn 30. nóvember og verðum í garðinum frá kl. 11 til 15.30.  Því næst sunnudaginn 1. desember frá kl. 13.00 til 15.30. Við verðum síðan laugardaginn 7. desember frá…Lesa meira