
Svipmynd úr skrúðakstri frá Grund að Reykhólum. Ljósm. úr safni Skessuhorns.
Reykhólahreppur hefur þátttöku í Brothættum byggðum
Reykhólahreppur hefur nú hafið þátttöku í byggðaþróunarverkefninu Brothættar byggðir. Þetta kemur fram á heimasíðu Byggðastofnunar. Miðvikudaginn 20. nóvember var undirritaður samningur þess efnis á milli Byggðastofnunar, Reykhólahrepps og Vestfjarðastofu. Byggðarlagið er það fimmtánda í röðinni sem hefur þátttöku í verkefninu frá því að það hóf göngu sína á Raufarhöfn árið 2012.