Fréttir

Mikill áhugi fyrir sauðfjársæðingarnámskeiðum

Í dag er áhersla lögð á sæðingar verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir gegn riðuveiki og því mikil tækifæri fólgin í því að endurmennta sig í sauðfjársæðingum. „Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn mikill áhugi á sauðfjársæðingarnámskeiðum Endurmenntunar LbhÍ og verða fimm námskeið haldin í kringum næstu mánaðamót í samstarfi við búnaðarsambönd á viðkomandi svæðum. Námskeiðin verða á Hvanneyri, Stóra-Ármóti, Blönduósi, Akureyri og Egilsstöðum. Kennari á námskeiðunum er Þorsteinn Ólafsson dýralæknir.“ Þetta kemur fram í vikupistli Ragnheiðar I Þórarinsdóttur rektors LbhÍ.

Mikill áhugi fyrir sauðfjársæðingarnámskeiðum - Skessuhorn