Nýjustu fréttir

Forvarnardagur FSN var haldinn í dag – myndasyrpa

Fyrr í dag var mikið um að vera í Fjölbrautaskóla Snæfellinga þegar Forvarnardagur FSN fór fram í samvinnu við Samgöngustofu, Neyðarlínuna og viðbragðsaðila á svæðinu. Haldin var kynning fyrir nemendur sem endaði með sýnikennslu á bílslysi fyrir neðan skólann. Nemendum og forvitnum gafst svo færi á að spyrja viðbragðsaðila eftir sviðsetninguna á slysinu.

Sunnudagaskólinn og barnastarf Akraneskirkju komið af stað

Í byrjun september hófst sunnudagaskólinn og upphaf barnastarfs Akraneskirkju. Barna- og æskulýðsstarf Akraneskirkju er aldursskipt. Í kirkjunni er sunnudagaskóli alla sunnudaga klukkan 11. Alda Björk Einarsdóttir hefur umsjón með sunnudagaskólanum í vetur. Yfirskrift sunnudagaskólaefnisins er „Við erum friðflytjendur,“ og fá börnin fallega bók og svo límmiða hvern sunnudag til að líma í bókina. Að sögn…

Gleði, væntumþykja – og talsverður rjómi

Nemendafélag Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi stóð í dag fyrir nýstárlegri fjáröflun, þar sem nemendur, sem lögðu til pening, máttu „rjóma“ stjórn og skemmtinefnd. Allur ágóði rann til góðra málefna, eða til UN Women á Íslandi og í Minningarsjóð Bryndísar Klöru. Eins og sést á meðfylgjandi mynd verður stjórn og skemmtinefnd líklega að fara í sturtu…

Eydís Líndal skipuð forstjóri Náttúrufræðistofnunar

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra hefur skipað Eydísi Líndal Finnbogadóttur í embætti forstjóra Náttúrufræðistofnunar. Eydís hefur verið settur forstjóri Náttúrufræðistofnunar frá því stofnunin tók til starfa 1. júlí sl., en Alþingi samþykkti í maí á þessu ári frumvarp um nýja Náttúrufræðistofnun. Stofnunin varð til er Landmælingar Íslands, Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn og  Náttúrufræðistofnun Íslands sameinuðust undir nafninu…

Réttir á Vesturlandi – myndasyrpa

Undanfarna daga hafa bændur og búalið víðsvegar um landshlutann staðið í árlegum haustönnum því göngur og réttir eru í hámæli. Eftir leiðindar veður á fjöllum fyrri part vikunnar glaðnaði til þannig að fyrir og um síðustu helgi var kjörið veður til smalamennsku og rétta. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá nýliðnum dögum. Skessuhorn hvetur bændur og…

Dagur Snorra Sturlusonar er á laugardaginn

Kynna meðal annars leiki til miðlunar miðaldasögunnar Snorrastofa í Reykholti verður með hátíð tileinkaða Snorra Sturlusyni á laugardaginn í Reykholtskirkju. Þema þessa fyrsta Dags Snorra verður; „Snorri og Ritmenning íslenskra miðalda,“ en reiknað er með að viðburðurinn verði árlega héðan í frá. Dagurinn hefst kl. 13 með borðspilaviðburði í sýningarsal Snorrastofu, en sjálf dagskráin hefst…

Loka Garðabraut í fyrramálið vegna plötusteypu

Hluta Garðabrautar á Akranesi verður lokað tímabundið vegna plötusteypu á morgun, fimmtudaginn 19. september frá kl. 8:00 – 12:00. Lokun innkeyrslu/útkeyrslu við hringtorg við Garðabraut 1 og 2a. Hjáleið er um Faxabraut og Höfðabraut.

Aðsendar greinar

Nýburar

Fréttir frá öðrum

Nýjasta blaðið