Nýjustu fréttir
Flóð í öllum ám og gul viðvörun í gildi
Veðurstofan varar með gulri viðvörun við hættu á grjóthruni, skriðum og krapaflóðum, samhliða mikilli úrkomu og vatnavöxtum. Á þetta við um sunnanverða Vestfirði auk Suður- og Vesturlands. Samhliða gríðarlegri úrkomu og hlýindum frá því í gær eru ár um allt Vesturland í miklum vexti og eru að ryðja sig. Það leiddi meðal annars til þess…
Adda Sigríður færir sig til Akureyrar
Unglingalandsliðskonan í körfubolta, Adda Sigríður Ásmundsdóttir, er gengin til liðs við Þór á Akureyri og fer því frá Snæfelli í Stykkishólmi. Þetta kemur fram á heimasíðu Þórs. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Adda verið ein af burðarásum liðsins en hún hefur leikið í efstu deild og í 1. deild kvenna ásamt því að hafa leikið…
Ferðafólk hætt komið í flóði nærri Kattarhrygg
Klukkan 04:34 í nótt voru björgunarsveitir í Borgarfirði kallaðar út vegna tilkynningar frá ferðamönnum sem voru í vandræðum við Kattarhrygg í Norðurárdal, á þjóðvegi 1 á Holtavörðuheiði. Þar hafði vegræsi stíflast svo flæddi yfir veginn á stórum kafla. Ferðafólk á tveimur bílum hafði lent í vatninu og komst út úr bílunum og upp á þak…
Brúin yfir Ferjukotssíkin hrundi í morgun
Mikil flóð eru víða í ám og lækjum í Borgarfirði í kjölfar úrhellisrigningar og hlýinda. Í morgun gerðist það svo að brúin yfir Ferjukotssíkin hrundi vegna flóða og klakaburðar um ána. Meðfylgjandi myndir tók Kristín Jónsdóttir ljósmyndari og félagi í Björgunarsveitinni Ok í Borgarfirði. Sveitin fór í nótt til aðstoðar ferðafólki á þjóðveginum við Kattarhrygg…
Ásþungi færður niður í tíu tonn á nokkrum vegum á Snæfellsnesi
Vegna hættu á slitlagsskemmdum hefur Vegagerðin ákveðið að lækka ásþungi niður í 10 tonn á nokkrum vegum á Snæfellsnesi frá hádegi í dag. „Frá kl. 12:00 miðvikudaginn 15. janúar á eftirtöldum vegum: Snæfellsnesvegi 54 frá Borgarnesi, Útnesvegi 574 á Snæfellsnesi og Stykkishólmsvegi 58.“
Mynd af Ólafsvíkurvelli meðal bestu íþróttaljósmynda ársins
Sérfræðingar breska blaðsins The Guardian völdu fyrir helgi 22 bestu íþróttaljósmyndir ársins 2024 og birtu á vefsíðu þess. Þetta kemur fram á vef mbl.is. Ein af myndunum sem var valin var tekin af Ólafsvíkurvelli að vetri til. Á myndinni má sjá helming keppnisvallarins undir snjó á meðan grænt gervigrasið nýtur sín á hinum helmingnum.