Nýjustu fréttir

Lokadagur Fjórðungsmóts Vesturlands runninn upp

Fjórðungsmóti Vesturlands lýkur í Borgarnesi í dag. Þá fara fram A úrslit í öllum flokkum, en dagskráin stendur frá klukkan 12-16. Ástæða er til að hvetja alla áhugasama að mæta í brekkuna og sjá úrval þeirra hrossa og knapa sem tekið hafa þátt í forkeppnum á mótinu. Fram til þessa hefur mótið gengið prýðilega fyrir…

Hola!

Nýverið hófst bráðskemmtileg ljósmyndasamkeppni í Dölum undir heitinu „Skógarströnd 2025.“ Í henni skora nokkrir öflugir íbúar á vini sína að taka þátt, því af nógu er að taka þegar horft er til þess myndefnis sem óskað er eftir. „Þið takið mynd af ykkur með holum á malarkafla Snæfellsnesvegar nr. 54, svokölluðum Skógarstrandarvegi, og birtið á…

Þúsund tonnum bætt við strandveiðikvótann

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra undirritaði í gær breytingu á reglugerð um veiðar í atvinnuskyni. Breytingin heimilar auknar aflaheimildir til strandveiða sem nemur 1.032 tonnum á yfirstandandi fiskveiðiári. Heildar kvótinn fer þá úr 10.000 tonnum í 11.032 tonn. „Svigrúm til aukinna aflaheimilda skapaðist í gegnum viðskipti Fiskistofu á skiptimarkaði á íslenskri sumargotssíld. Boðin voru 5.478 tonn…

Stefna að gjaldfrjálsri nýrri líkbrennslu

Dómsmálaráðherra og Kirkjugarðar Reykjavíkur hafa undirritað viljayfirlýsingu um fjárframlag Ríkissjóðs til uppbyggingar nýrrar líkbrennslu í Gufuneskirkjugarði í Reykjavík. Kirkjugarðar Reykjavíkur eru í senn reknir sem sjálfseignarstofnun og almannaheillafélag, sem starfar meðal annars að líkbrennslu á grundvelli samkomulags við íslenska ríkið. „Um er að ræða mikilvægt skref til að leysa þann bráðavanda sem legið hefur fyrir…

Samið um orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða, undirrituðu í síðustu viku samning um orkuskipti í Flatey á Breiðafirði. Samningurinn leggur grunninn að nýtingu fjölbreyttra endurnýjanlegra orkugjafa í raforkukerfi eyjarinnar og mun um leið draga verulega úr notkun jarðefnaeldsneytis við framleiðslu raforku. Gert er ráð fyrir að með orkuskiptaðgerðunum verði…

Fjórðungsmót Vesturlands fer vel af stað í rjómablíðu

Fjórðungsmót Vesturlands sem nú fer fram á svæði Hestamannafélagins Borgfirðings í Borgarnesi fer vel af stað. Veður í dag hefur verið með miklum ágætum. Hitinn hefur farið hátt í 20 gráður og sólarglenna á köflum. Nokkur fjöldi fólks og hesta er kominn til mótsins og mun eflaust fjölga þegar líður að kvöldi. Nú er langt…

Vetrarþjónusta boðin út í Borgarbyggð

Á fundi í byggðarráði Borgarbyggðar í gær var farið yfir niðurstöðu útboðs á vetrarþjónustu fyrir Borgarbyggð sem auglýst var í lok maí. Um er að ræða snjómokstur á sveitavegum og heimreiðum sem eru í umsjón sveitarfélagsins ásamt bílastæðum og plönum við stofnanir sveitarfélagsins og snjómokstur á helmingamokstursvegum. Opnunarskýrsla var lögð fram og samþykkti byggðarráð samhljóða…

Fréttir úr víðri veröld

Aðsendar greinar

Nýburar

Fréttir frá öðrum

Nýjasta blaðið