Nýjustu fréttir

Vorboðinn ljúfi mættur til starfa

Grjót- og torfhleðslumaðurinn Unnsteinn Elíasson er mættur til starfa og er það merki um að vorið er komið og að sumarið sé handan við hornið. Unnsteinn tók að sér að lagfæra grjóthleðslu við Englendingavík í Borgarnesi, en hleðslan hefur látið á sjá eftir veturinn.

Stofnmæling helstu botnfisktegunda

Komin er út skýrsla með helstu niðurstöðum Hafró á stofnmælingu botnfisks á Íslandsmiðum dagana 28. febrúar til 20. mars sl. Þar segir að stofnvísitala þorsks hækkaði nær samfellt árin 2007-2017, fyrst og fremst vegna aukins magns af stórum þorski. Eftir lækkun árin 2018-2020 hefur vísitalan hækkað aftur og hefur verið á svipuðu róli síðustu fjögur…

Endurbætur á miðálmu grunnskólans í Borgarnesi

Framkvæmdir við niðurrif innanhúss á miðálmu Grunnskóla Borgarness eru hafnar en MT Ísland ehf. sér um niðurrif. Áætlað er að niðurrif og frágangur taki um fjórar vikur en næsti hluti, sem snýr að endurbyggingu, er nú í útboðsferli. Miðálman sem um ræðir var fyrst tekin í notkun árið 1992.

Fjölskylda Soffa styrkir skíðafélagið í tilefni tímamótanna

Hulda Vilmundardóttir ekkja Soffaníasar Cecilssonar í Grundarfirði, dætur þeirra og fjölskyldur hafa ákveðið, í tilefni þess að hundrað ár eru í dag frá fæðingu Soffa, að styrkja myndarlega við uppbyggingu Skíðasvæðis Snæfellsness. Brátt verður hafist handa við byggingu á nýju aðstöðuhúsi félagsins og mun styrkurinn renna til þess verkefnis. „Í tilefni af þessum tímamótum hafa…

Sérstök framkvæmdanefnd skipuð um málefni Grindavíkur

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að leggja fram á Alþingi lagafrumvarp Svandísar Svavarsdóttur innviðaráðherra um að stofnuð verði sérstök framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkurbæjar vegna jarðhræringa og áhrifa þeirra á byggð og samfélag. Í frumvarpinu er lagt til að nefndin fari með stjórn, skipulagningu og samhæfingu aðgerða, tryggi skilvirka samvinnu við sveitarstjórn og opinbera aðila og hafi…

100 ár í dag frá fæðingu Soffaníasar Cecilssonar

Árið 1924 þann 3. maí fæddist Soffanías Cecilsson á Búðum í Grundarfirði. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Runólfsdóttir og Cecil Sigurbjarnarson. Hann var einn fimm systkina sem fæddust þar en þau misstu föður sinn í sjóslysi þegar Soffi var ungur. Soffi hóf útgerð 12 ára gamall þegar hann og Bæring bróðir hans keyptu bát. Soffanías…

Dagur umhverfisins í Skýjaborg og Heiðarskóla

Miðvikudaginn 24. apríl var haldið upp á Dag umhverfisins í leikskólanum Skýjaborg í Hvalfjarðarsveit. Það var gert með þeim hætti að hreinsa til í nærumhverfinu og tína rusl. Veðrið lék aldeilis við nemendur og starfsfólk svo aðallega var unnið úti við. Þar var tekið til hendinni og garðurinn aðeins sópaður þar sem mikið af sandi…

Fréttir úr víðri veröld

Aðsendar greinar

Lán

Finnbogi Rögnvaldsson

Nýburar

Fréttir frá öðrum

Nýjasta blaðið