Nýjustu fréttir

Gaddavír mun spila á stærstu metal-rokk hátíð í Evrópu

Hljómsveitin Gaddavír frá Akranesi tók þátt og sigraði í metal-rokk keppni sem fram fór í Iðnó í Reykjavík á laugardaginn. Alls voru sjö hljómsveitir sem tóku þátt en sigur veitir Gaddavír þátttökurétt á hátíðinni Wacken Open Air í Þýskalandi í sumar. Þar koma fram fjölmargar alþjóðlegar hljómsveitir og keppa um að komast í sviðsljós fjölmiðla.…

Ákærðir fyrir sérlega hættulega líkamsárás

Tveir ungir menn hafa verið ákærðir fyrir að ráðast á mann á þrítugsaldri í skógræktinni við Klapparholt á Akranesi fyrir réttu ári síðan. Fréttavefurinn ruv.is greindi fyrst frá. Fram kemur í fréttinni að maðurinn hafi hlotið mörg beinbrot í árásinni sem var sögð sérstaklega hættuleg. Annar mannanna er á tuttugasta ári og hinn 22ja ára.…

Ráðuneytið hafnar beiðni um að sleppa vítissóta í Hvalfjörð

„Til hamingju velunnarar Hvalfjarðar,“ er fyrirsögn tilkynningar sem birt var á vef Kjósarhrepps í gær. Þar er vísað til niðurstöðu utanríkisráðuneytisins þess efnis að ráðuneytið hafi úrskurðað um beiðni Rastar sjávarrannsóknaseturs og hafnað beiðni fyrirtækisins um leyfi til að sleppa vítissóta í Hvalfjörð. Málið hefur verið afar umdeilt meðal íbúa beggja vegna fjarðar frá því…

Egill mun sjá um hveititilraunir á Hvanneyri

Egill Gunnarsson hefur verið ráðinn umsjónarmaður hveititilrauna við deild Ræktunar og fæðu við LbhÍ á Hvanneyri. Þetta kemur fram á heimasíðu skólans. Egill er búfræðingur og með BS próf í búvísindum frá LbhÍ. Hann starfaði sem bústjóri Hvanneyrarbúsins frá árinu 2015 og fram á þetta vor. Egill mun hafa umsjón með hveititilraunum sem er hluti…

Löður opnar þvottastöð í Borgarnesi á næsta ári

Löður heldur áfram að auka þjónustu á landsbyggðinni og vinnur nú að uppbyggingu á nýrri snertilausri sjálfsafgreiðslustöð við Brúartorg 6 í Borgarnesi. Þar verður boðið upp á háþrýstiþvott með sérvöldum efnum til að tryggja endingu bílsins og verður stöðin opin allan sólarhringinn. „Það er tilhlökkun hjá okkur að opna í Borgarnesi. Orkan er nágranni okkar…

Keppt í fjórum flokkum á Héðinsmótinu í bekkpressu

Fjölmargir áhorfendur lögðu leið sína í íþróttahúsið í Ólafsvík á laugardaginn til þess að fylgjast með Héðinsmótinu í bekkpressu sem haldið er til minningar um Héðin Magnússon sjómann. Mótið er haldið af líkamsræktarstöðinni Sólarsporti. Alls voru 19 keppendur sem tóku þátt í þessu móti og voru þeir á aldrinum 14 til 49 ára. Keppt var…

Guðbjarni öflugur í sínu fyrsta landsliðsverkefni

Guðbjarni Sigþórsson sundmaður úr ÍA stóð sig vel í sínu fyrsta verkefni með landsliði Íslands í sundi, þegar hann keppti á Taastrup Open í Danmörku um helgina. Guðbjarni tryggði sér gullverðlaun í 50 metra skriðsundi á tímanum 24,13 sekúndur. Hann vann svo bronsverðlaun í 200 metra skriðsundi, þar sem hann synti á tímanum 1:59,45. Loks…

Fréttir úr víðri veröld

Aðsendar greinar

Nýburar

Fréttir frá öðrum

Nýjasta blaðið