
Vetrarþjónusta boðin út í Borgarbyggð
Á fundi í byggðarráði Borgarbyggðar í gær var farið yfir niðurstöðu útboðs á vetrarþjónustu fyrir Borgarbyggð sem auglýst var í lok maí. Um er að ræða snjómokstur á sveitavegum og heimreiðum sem eru í umsjón sveitarfélagsins ásamt bílastæðum og plönum við stofnanir sveitarfélagsins og snjómokstur á helmingamokstursvegum. Opnunarskýrsla var lögð fram og samþykkti byggðarráð samhljóða að gengið yrði að tilboðum lægstbjóðenda að öllum skilyrðum uppfylltum.