Nýjustu fréttir

Skagamenn ofarlega í tvímenningi í keilu

Skagamenn ofarlega í tvímenningi í keilu

Íslandsmeistaramótinu í tvímenningi í keilu lauk á sunnudaginn í Egilshöll. Hafþór Harðarson (ÍR) og Gunnar Þór Ásgeirsson (ÍR) urðu Íslandsmeistarar. Þeir voru efstir eftir undankeppni laugardagsins og héldu forustunni í gegnum undanúrslitin. Mikael Aron Wilhelmsson (ÍR) og Ásgeir Karl Gústafsson (KFR) urðu í öðru sæti. Í þriðja sæti urðu feðgar frá Akranesi, þeir Sigurður Þorsteinn…

Umferð jókst á Vesturlandi en minnkaði á Hringveginum

Umferð á Hringveginum í október dróst talsvert mikið saman, eða um 2,5%. Þetta er annar mánuðurinn í röð þar sem umferð minnkar og fjórði mánuðurinn á árinu. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni. Áætlað er að umferðin í ár aukist lítillega eða um 0,5-1,0% sem er mun minni aukning en að meðaltali liðin ár.…

Dalabyggð og Bríet semja um uppbyggingu og leiguvernd

Sveitarstjórn Dalabyggðar og Leigufélagið Bríet hafa gert með sér samkomulag sem felur í sér að Bríet byggir parhús við Borgarbraut 4 í Búðardal en sveitarfélagið ábyrgist ákveðna leiguvernd gagnvart Bríeti sem virkjast ef ekki fást leigjendur í húsnæðið. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns reisti Leigufélagið Bríet fyrr á þessu ári parhús við…

Krakkarnir á unglingastigi héldu Rökkurkviss

Þriðjudaginn 4. nóvember héldu krakkarnir á unglingastigi Grunnskóla Grundarfjarðar frábært Rökkurkviss fyrir Grundfirðinga og nærsveitunga. Fullt var út úr dyrum og hart barist um vegleg verðlaun sem í boði voru. Leikar voru jafnir og þurfti bráðabanaspurningu til að skera úr um þriðja og fjórða sæti og einnig um fyrsta og annað sæti. Þetta var mjög…

Herferð gegn sóun á fatnaði

Verkefnið Saman gegn sóun og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa blásið til herferðar til að vekja athygli á textílvandanum. Íslendingar losa sig við hátt í tíu tonn af fötum á dag á sama tíma og gæði á fatnaði fara dvínandi. Aðeins lítill hluti af fötum kemst í endurnotkun innanlands. Helstu markmið herferðarinnar er að fá fólk…

Vösk sundsveit af Skaganum

Frábær árangur var hjá sundfólki frá Sundfólki Akraness á Íslands- og Unglingameistaramótinu í 25m laug sem fram fór um liðna helgi. Sundfólk SA kom heim með unglingameistaratitil, tvenn silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. Sunna Arnfinnsdóttir varð Unglingameistari í 1500m skriðsundi á tímanum 18:01,27, sem tryggði henni einnig annað sæti í opnum flokki. Þetta var frábær bæting,…

Álftanes fór með sigur úr Grundarfirði

Ungmennafélag Grundarfjarðar tók á móti liði Álftaness í 1. deild kvenna í blaki á sunnudaginn. Heimastúlkur byrjuðu betur og voru komnar með góða forystu í fyrstu hrinu áður en gestirnir tóku við sér og jöfnuðu metin í 19-19. UMFG náði þó að klára hrinuna með 25-22 sigri og komast í 1-0 í leiknum. Í annarri…

Nýjasta blaðið