Nýjustu fréttir

Árlegt Jólabingó Kvenfélagsins 19. júní er framundan

Árlegt Jólabingó Kvenfélagsins 19. júní er framundan

Hið sívinsæla jólabingó Kvenfélagsins 19. júní í Borgarfirði fer fram í sal LbhÍ á Hvanneyri fimmtudaginn 20. nóvember klukkan 19:30. Þessi viðburður hefur nú verið haldinn nánast árlega í rúm 50 ár og alltaf notið mikilla vinsælda. Kvenfélagið 19. júní er nú fjölmennasta kvenfélag í Borgarfirði en í því eru um 50 konur á öllum…

Breytingar á fjármögnun HVE í farvatninu

Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur falið Sjúkratryggingum Íslands að ná samningum við Heilbrigðisstofnun Vesturlands um þjónustutengda fjármögnun þeirrar sjúkrahússþjónustu stofnunarinnar sem fram fer á Akranesi. Slík fjármögnun hefur verið við líði við Landsspítalann og Sjúkrahúsið á Akureyri og að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá ráðuneyti heilbrigðismála er góð reynsla af þeirri tilhögun. Í…

Atvinnuleitendur frá desemberuppbót

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur undirritað reglugerð um greiðslu desemberuppbótar til atvinnuleitenda. Rétt á fullri desemberuppbót eiga þau sem staðfesta atvinnuleit á tímabilinu 20. nóvember til 3. desember og hafa verið að fullu tryggð innan atvinnuleysistryggingakerfisins í samtals tíu mánuði eða lengur árið 2025. Greiðsla desemberuppbótar til þeirra sem eiga ekki fullan bótarétt innan…

Blóði safnað á Akranesi í dag

Blóðbankabíllinn verður við Stillholt 16-18 á Akranesi í dag, þriðjudaginn 18. nóvember kl. 10:00 – 17:00. Allir sem mega gefa blóð eru hvattir til að mæta – blóðgjöf er lífgjöf!

Staðgreiðsluskyld laun heldur lægri en landsmeðaltal

Staðgreiðsluskyldar launagreiðslur á Vesturlandi í ágúst voru að meðaltali tæpar 767 þúsund krónur á hvern launþega. Meðaltal staðgreiðisluskyldra launa á landinu öllu voru á sama tíma rúmlega 807 þúsund krónur eða rúmlega 5,2% hærri. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. Á fyrstu átta mánuðum ársins voru staðgreiðsluskyldar launagreiðslur á Vesturlandi rúmar 808 þúsund…

Mestum afla landað á Akranesi í október

Akraneshöfn var sú höfn á Vesturlandi þar sem mestum afla var landað í október eða tæpum 1.297 tonnum. Í Grundarfirði var á sama tíma landað rúmum 1,106 tonnum, í Rifi var landað 1.010 tonnum, í Ólafsvík var landað rúmum 485 tonnum, í Stykkishólmi var landað rúmum 63 tonnum og á Arnarstapa var landað 61 tonni.…

Engin ný forgangsröðun ljós þrátt fyrir útboð hönnunar Fljótaganga

Mikla athygli vakti á föstudaginn þegar Vegagerðin tilkynnti á vef sínum útboð á for- og verkhönnun Fljótaganga, vegagerðar á Siglufjarðarvegi milli Stafár í Fljótum og tengingu við núverandi Siglufjarðarveg í botni Siglufjarðar. Um er að ræða 24 kílómetra vegagerð og 5,3 kílómetra löng jarðgöng. Í ljósi þess að innviðaráðherra vinnur nú að nýrri Samgönguáætlun og…

Nýjasta blaðið