
Nýjustu fréttir


Fiskur vegur mest í Snæfellsbæ en iðnaður sunnan Skarðsheiðar
Í nýjum Hagvísi, sem Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi gefa út, er vægi sex atvinnugreina í útsvarstekjum sveitarfélaga tekið til skoðunar. Með þeim hætti má sjá hvort hagsmunir einstakra sveitarfélaga séu miklir eða litlir gagnvart tilteknum atvinnugreinum og þá hvort þau séu mjög háð þeim. Til skoðunar voru sex atvinnugreinar sem segja má að séu landdreifðar…

Rósa Marinósdóttir er meðal orðuhafa
Forseti Íslands sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Meðal þeirra er Rósa Marinósdóttir hjúkrunarfræðingur á Hvanneyri sem jafnframt er ötul baráttukona fyrir íþróttir almennings. Orður hljóta að þessu sinni í stafrófsröð: 1. Anna Júlíana Sveinsdóttir, söngkona og söngkennari, fyrir framlag til klassískrar tónlistarmenntunar. 2. Ásgeir Sigurvinsson, fyrrverandi…

Lína langsokkur verðlaunuð fyrir besta búninginn
Hlaupahópur Snæfellsbæjar stóð í dag fyrir nýárshlaupi; Ironman. Lína langsokkur, Svarthöfði, Kóngulóarmaðurinn, Elsa úr Frozen og tvær klappstýrur mættu til leiks. Lína langsokkur fékk sigurverðlaun fyrir besta búninginn og leikræna tilburði meðan á hlaupi stóð og hlaut farandbikar að launum. Jökullinn skartaði sínu fegursta og bauð íbúum Snæfellsbæjar gleðilegt nýtt ár. Tvær myndir – eina…

Vesturlandsmótið í sveitakeppni verður spilað í golfskálanum á Akranesi
Laugardaginn 3. janúar verður Vesturlandsmótið í sveitakeppni í bridds spilað á Akranesi. Hefð er fyrir því að mótið sé spilað á Akranesi í upphafi árs en það er Bridgesamband Vesturlands sem stendur að því undir forystu Sveinbjarnar Eyjólfssonar formanns. Þátttaka á mótið er afar góð, en von er á tuttugu sveitum til leiks. Tæpur helmingur…

Eldsneytisverð tók dýfu í gærkveldi – áfram ódýrast að tanka í Borgarnesi
Í kjölfar þess að Alþingi samþykkti fyrir jól ný lög um að taka upp kílómetragjald fyrir akstur bíla og annarra ökutækja nú um áramótin vakti eftirvæntingu hvort og þá með hvaða hætti olíufélögin skiluðu niðurfellingu eldsneytisgjalda og vörugjalda af bensíni ásamt olíugjaldi út í verðlagið. Í fyrstu atrennu virðast olíufélögin hafa staðist prófið, en FÍB,…

Gleðilegt ár!
Starfsfólk Skessuhorns – fréttaveitu Vesturlands, þakkar lesendum sínum og öðrum viðskiptavinum fyrir samskiptin á árinu 2025. Megi nýtt ár færa öllum gleði og hamingju.

Nýártónleikar með Kór Akraneskirkju og Kalman tónlistarfélagi Akraness
Ingibjörg Ólafsdóttir

Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025
Björn Snæbjörnsson

Dásamlegur aðalfundur – Látum verkin tala!
Katrín Oddsdóttir

Fimm vaxtalækkanir á einu ári
Arna Lára Jónsdóttir

Framfarir og áskoranir í velferðarþjónustu Borgarbyggðar
Guðveig Lind Eyglóardóttir




