
Nýjustu fréttir


Umferð jókst á Vesturlandi en minnkaði á Hringveginum
Umferð á Hringveginum í október dróst talsvert mikið saman, eða um 2,5%. Þetta er annar mánuðurinn í röð þar sem umferð minnkar og fjórði mánuðurinn á árinu. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni. Áætlað er að umferðin í ár aukist lítillega eða um 0,5-1,0% sem er mun minni aukning en að meðaltali liðin ár.…

Dalabyggð og Bríet semja um uppbyggingu og leiguvernd
Sveitarstjórn Dalabyggðar og Leigufélagið Bríet hafa gert með sér samkomulag sem felur í sér að Bríet byggir parhús við Borgarbraut 4 í Búðardal en sveitarfélagið ábyrgist ákveðna leiguvernd gagnvart Bríeti sem virkjast ef ekki fást leigjendur í húsnæðið. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns reisti Leigufélagið Bríet fyrr á þessu ári parhús við…

Krakkarnir á unglingastigi héldu Rökkurkviss
Þriðjudaginn 4. nóvember héldu krakkarnir á unglingastigi Grunnskóla Grundarfjarðar frábært Rökkurkviss fyrir Grundfirðinga og nærsveitunga. Fullt var út úr dyrum og hart barist um vegleg verðlaun sem í boði voru. Leikar voru jafnir og þurfti bráðabanaspurningu til að skera úr um þriðja og fjórða sæti og einnig um fyrsta og annað sæti. Þetta var mjög…

Herferð gegn sóun á fatnaði
Verkefnið Saman gegn sóun og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa blásið til herferðar til að vekja athygli á textílvandanum. Íslendingar losa sig við hátt í tíu tonn af fötum á dag á sama tíma og gæði á fatnaði fara dvínandi. Aðeins lítill hluti af fötum kemst í endurnotkun innanlands. Helstu markmið herferðarinnar er að fá fólk…

Vösk sundsveit af Skaganum
Frábær árangur var hjá sundfólki frá Sundfólki Akraness á Íslands- og Unglingameistaramótinu í 25m laug sem fram fór um liðna helgi. Sundfólk SA kom heim með unglingameistaratitil, tvenn silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. Sunna Arnfinnsdóttir varð Unglingameistari í 1500m skriðsundi á tímanum 18:01,27, sem tryggði henni einnig annað sæti í opnum flokki. Þetta var frábær bæting,…

Álftanes fór með sigur úr Grundarfirði
Ungmennafélag Grundarfjarðar tók á móti liði Álftaness í 1. deild kvenna í blaki á sunnudaginn. Heimastúlkur byrjuðu betur og voru komnar með góða forystu í fyrstu hrinu áður en gestirnir tóku við sér og jöfnuðu metin í 19-19. UMFG náði þó að klára hrinuna með 25-22 sigri og komast í 1-0 í leiknum. Í annarri…

Tákn um trú á framtíðina
Guðveig Lind Eyglóardóttir

Krónan er góð – spurningin er bara, fyrir hverja?
Guðsteinn Einarsson

Nýr kafli í skólasögu Akraness – Grundaskóli fær glæsilegt kennsluhúsnæði
Sigurður Arnar Sigurðsson

Ríkisvald – Fylki – Sveitarfélög
Jóhannes Finnur Halldórsson

Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi
Björn Bjarki Þorsteinsson

Krónan býr sig ekki til sjálf
Hjörtur J. Guðmundsson
Nýjasta blaðið

7. október 2025 fæddist drengur

20. október 2025 fæddist drengur

8. október 2025 fæddist drengur




