Nýjustu fréttir

Erla Karitas og Rúnar Már bestu leikmenn ÍA

Erla Karitas og Rúnar Már bestu leikmenn ÍA

Stuðningsmenn ÍA í knattspyrnu völdu Erlu Karitas Jóhannesdóttur og Rúnar Má Sigurjónsson bestu leikmenn félagsins í meistaraflokkum kvenna og karla í knattspyrnu. Verðlaunin voru afhent á lokahófi meistaraflokkanna sem haldið var á laugardagkvöldið. Knattspyrnufélag ÍA valdi Völu María Sturludóttur sem efnilegasta leikmann meistaraflokks kvenna og Elizabeth Bueckers var valin besti leikmaðurinn. Efnilegasti leikmaður meistaraflokks kvenna…

Snjó mun kyngja niður í dag

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna snjókomu suðvestanlands. Gildir hún frá klukkan 14 í dag á spásvæðinu við Faxaflóa – og þangað til í fyrramálið. „Það verður snjókoma eða slydda, staðbundið talsverð eða mikil úrkoma með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum, einkum sunnantil á svæðinu.“ Vegagerðin bendir á í tilkynningu sem var að berast…

Íslandsmótið í 5. deild fór fram um helgina

Það var mikið um að vera í íþróttahúsunum í Grundarfirði og í Snæfellsbæ um helgina. Þá fór fram fyrsta mótshelgin í 5. deild kvenna í blaki. Alls eru mótshelgarnar þrjár og verður næsta mótshelgi í Mosfellsbæ í janúar og svo í Kópavogi í mars. Þetta var í fyrsta skiptið sem Ungmennafélag Grundarfjarðar heldur svona mót…

Prjónahelgi í Stykkishólmi fær gest frá Danmörku

Örverslun með „Einrúm“ garn verður opin fyrir alla sunnudaginn 2. nóvember í Stykkishólmi. Í tilkynningu kemur fram að dagana 31. október til 2. nóvember verður haldin prjónahelgi í Sjávarborg í Stykkishólmi. „Þetta er í þriðja sinn sem prjónarar koma saman í Hólminum til að njóta samveru í einstöku umhverfi. Í ár verður Kristín Brynja í…

Fyrstu sporin tekin í Eyrbyggjusögurefil á Snæfellsnesi

Árið 2021 var komið á fót félagi í Helgafellssveit á Snæfellsnesi um miðlun Eyrbyggju –  Sögu Þórsnesinga, Eyrbyggja og Álftfirðinga sem er héraðssaga Snæfellsness og gerist sagan um allt nesið eins og örnefnin vitna ríkulega um. Félagið hefur sett á fót ýmis verkefni á undanförnum árum m.a. Eyrbyggjusögunámskeið með Torfa H. Tulinius prófessor í miðaldabókmenntum…

Nes fasteignasala mun selja Hús kynslóðanna

Stjórn Brákarhlíðar hefur ákveðið að ganga til samninga við Nes fasteignasölu um að annast sölu íbúða í Húsi kynslóðanna sem nú er í byggingu við Borgarbraut 63 í Borgarnesi. Eins og kunnugt er munu á neðstu hæð hússins verða nemendagarðar frá Menntaskóla Borgarfjarðar, en á efri hæðum hússins verða alls 12 íbúðir í tveimur stærðum…

Stærsta uppbyggingarverkefnið á Akranesi

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs Akraneskaupstaðar síðastliðinn mánudag var til umræðu umsókn Smiðjuvalla ehf. til skipulagsfulltrúa sem fólst í breytingu á deiliskipulagi Smiðjuvalla 12-22. Fyrirtækið er eigandi svæðisins sem alls er ríflega tveir hektarar að stærð. Skessuhorn hefur áður fjallað ítarlega um verkefnið en það hefur verið nokkur ár í undirbúningi. Nú var sótt um…

Nýjasta blaðið