Veröld

Veröld – Safn

true

Stofnfundur Hjólreiðafélags Vesturlands verður haldinn í Borgarnesi

Stofnfundur Hjólreiðafélags Vesturlands verður haldinn á Bara Ölstofu Lýðveldisins að Brákarbraut 3 í Borgarnesi þriðjudaginn 22. febrúar næstkomandi eða, 22.02.22 kl. 20:02. Síðastliðið haust var það Helgi Guðmundsson sem plantaði litlu fræi í tvo Facebook hópa, Hjólað í Borgarbyggð og Samhjól Vesturlandi, þar sem hann viðraði þá hugmynd við meðlimi hópanna hvort það væri ekki…Lesa meira

true

Allir háskólar landsins kynna námsframboð sitt á einum vettvangi

Stafrænn háskóladagur verður haldinn 26. febrúar næstkomandi frá klukkan 12 til 15. Þá gefst áhugasömum tækifæri til að kynna sér allt háskólanám sem er í boði á landinu á einum vettvangi. Á vefsíðunni http://www.haskoladagurinn.is er nú mögulegt að leita í öllum námsleiðum sem eru í boði í íslenskum háskólum. „Nemendur, kennarar, náms- og starfsráðgjafar og…Lesa meira

true

Hinsegin Vesturland fer í gang með hönnunarsamkeppni að lógói

„Félagið Hinsegin Vesturland hefur hrundið af stað hönnunarkeppni í leit að hinu fullkomna logo-i fyrir félagið,“ segir í tilkynningu. Keppnin er leynileg. Trúnaðarmaður keppninnar tekur við innsendum tillögum og sér um öll samskipti við þátttakendur. Keppnin er öllum opin nema stjórn Hinsegin Vesturlands og nánustu fjölskyldum þeirra. Engin takmörk eru á hversu margar tillögur hver…Lesa meira

true

Hefur áhuga á öllu sem er skemmtilegt

Íþróttamaður vikunnar er nýlegur liður hjá Skessuhorni. Þar leggjum við fyrir tíu spurningar til íþróttamanna úr alls konar íþróttum á öllum aldri á Vesturlandi. Íþróttamaður vikunnar að þessu sinni er glímukonan Jóhanna Vigdís frá Búðardal. Nafn: Jóhanna Vigdís Pálmadóttir, en alltaf kölluð Jódí. Fjölskylduhagir? Bý með mömmu, pabba og tveimur yngri bræðrum. Hver eru þín…Lesa meira

true

Einar ráðinn í starf fjármálastjóra UMFÍ

Borgnesingurinn Einar Þ. Eyjólfsson hefur verið ráðinn fjármála- og rekstrarstjóri Ungmennafélags Íslands, UMFÍ, og hefur hann hafið störf. Einar þekkir vel til ungmennafélagshreyfingarinnar. Hann er íþróttakennari og viðskiptafræðingur að mennt en undanfarin ár hefur hann starfað sem sérfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Eins og Borgnesinga er siður æfði Einar knattspyrnu en hann hefur samhliða öðrum…Lesa meira

true

Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs gengst fyrir Þorragönguviku

Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs ætlar að gangast fyrir stuttum gönguferðum í héraði, daglega, vikuna 7. til 12. febrúar (mánudag til laugardags). „Nú er lag að hrista af sér slenið og ná úr sér stirðleikanum eftir sóttkvíar og sófakúr,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Dagskrá Þorragönguviku verður þessi: febrúar, mánudagur, kl. 17.00: Borgarneshringur. – Mæting við Íþróttamistöðina í…Lesa meira

true

Helsti galli hvað ég er löt í eldhúsinu

Íþróttamaður vikunnar er nýlegur fastur liður í Skessuhorni. Þar eru lagðar fyrir tíu spurningar til íþróttamanna úr alls konar íþróttum á öllum aldri á Vesturlandi. Íþróttamaður vikunnar að þessu sinni er körfuknattleikskonan Rebekka Rán frá Stykkishólmi. Nafn: Rebekka Rán Karlsdóttir Fjölskylduhagir? Í sambúð. Hver eru þín helstu áhugamál? Mín helstu áhugamál eru íþróttir, hreyfing, heilsa…Lesa meira

true

Viltu gifta þig 22.2.22?

Garða- og Saurbæjarprestakall ætlar í febrúar að bjóða upp á svokölluð „drop in“ brúðkaup í Akraneskirkju, nánar tiltekið þriðjudaginn 22. febrúar 2022. „Eruð þið búin að stefna að brúðkaupi, en aldrei orðið af því, kannski út af covid eða bara einhverju allt öðru? Þann 22.02.2022 verður boðið upp á drop in brúðkaup í Akraneskirkju, einföld…Lesa meira

true

Niðurröðun í Lengjubikarnum 2022 staðfest

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í Lengjubikarnum árið 2022. Lengjubikarinn hefur síðustu ár fest sig í sessi sem helsta undirbúningsmót liða fyrir Íslandsmótið í knattspyrnu. Skessuhorn tekur hér saman það helsta um liðin af Vesturlandi. Skagamenn leika í A-deild karla og eru með Breiðabliki, Fjölni, KV, Stjörnunni og Þór Akureyri í riðli 2. Fyrsti…Lesa meira

true

Þrjú hross stukku til fjalla

Líklega hefur það verið á gamlárskvöld sem styggð komst að þremur hrossum af 23 í stóði í umsjón Einars Ólafssonar hrossabónda í Söðulsholti í Eyja- og Miklaholtshreppi. „Ég taldi í hópnum í lok árs og þá voru hrossin öll. Fljótlega á nýju ári kom í ljós að þrjú vantaði í hópinn og hófum við strax…Lesa meira