Íþróttir

true

Misjafn mánudagur Vesturlandsliðanna

Káramenn í 2. deild karla í knattspyrnu fóru halloka í viðureign sinni við Knattspyrnufélag Garðabæjar í Samsunghöllinni í Garðabæ í gær. Elvar Máni Guðmundsson náði forystu fyrir KFG á níundu mínútu og var það eina mark fyrri hálfleiks. Kristján Ólafsson og Bóas Heimisson juku forskot KFG á fyrstu mínútum seinni hálfleiks. Það var svo Mikael…Lesa meira

true

Ungur Grundfirðingur með stóra drauma

Rætt við knattspyrnumanninn Breka Þór Hermannsson sem spilar með Grindavík í sumar Breki Þór Hermannsson er 22 ára Grundfirðingur sem hefur lagt mikið á sig í knattspyrnunni. Hann hóf feril sinn á heimavelli í Grundarfirði en flutti ungur á Akranes til að elta drauma sína. Í dag er hann á láni hjá Grindavík og hefur…Lesa meira

true

Brynjar á sínu síðasta tímabili

Brynjar Kristmundsson hefur ákveðið að hætta sem þjálfari Víkings Ólafsvík í haust þegar þessu keppnistímabili lýkur. Brynjar er að flytja af svæðinu og óskaði eftir því að fá að hætta. Hann er á sínu þriðja tímabili sem aðalþjálfari en hafði áður verið aðstoðarþjálfari í þrjú tímabil. „Við þökkum Brynjari fyrir góð störf fram til þessa…Lesa meira

true

Samið við Aron og Styrmi fyrir komandi átök

Körfuknattleiksfélag ÍA hefur samið við heimamennina Aron Elvar Dagsson og Styrmi Jónasson um að leika með liðinu á næstu leiktíð, en liðið hefur leik í Bónusdeildinni í haust eftir frækilegan sigur í fyrstu deild á síðustu leiktíð. „Bæði Aron og Styrmir eru búnir að vera lykilleikmenn liðsins í uppgangi félagsins undanfarin ár og fagnar félagið…Lesa meira

true

Sigur og jafntefli hjá Vesturlandsliðunum

Eftir þrjá tapleiki í röð komust liðsmenn Kára á Akranesi aftur á sigurbraut þegar þeir lögðu Víðismenn í Garði að velli í 2. deildinni í Akraneshöllinni á miðvikudaginn. Lið Víðis komst yfir á 49. mínútu með marki Uros Jemovic en Káramenn skoruðu tvö mörk; Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson á 76. mínútu og Marinó Hilmar Ásgeirsson á…Lesa meira

true

Stórt tap ÍA gegn HK í Höllinni

Lið ÍA og HK áttust við í sjöttu umferð Lengjudeildar kvenna í knattspyrnu í Akraneshöllinni í gærkvöldi. Liðin hafa átt misjöfnu gengi að fagna í sumar. HK er við toppinn en lið ÍA í neðri hluta deildarinnar. Það kom glöggt fram í leiknum því eftir 18 mínútna leik var lið HK komið tveimur mörkum yfir…Lesa meira

true

Líf og fjör á VIT-HIT leikunum á Akranesi

Um liðna helgi fóru VIT-HIT leikarnir í sundi fram í Jaðarsbakkalaug. Góð þátttaka var á mótinu í ár en alls tóku 322 krakkar þátt frá tíu félögum. Það var því líf og fjör í lauginni um helgina enda stungu sundkrakkarnir sér alls 1519 sinnum til sunds. Í Grundaskóla gistu um 250 sundmenn, þjálfarar og fararstjórar…Lesa meira

true

Einar Margeir vann til verðlauna á Smáþjóðaleikunum í sundi

Einar Margeir Ágústsson sundmaður úr ÍA kom, sá og sigraði með íslenska landsliðinu á Smáþjóðaleikunum í Andorra sem fram fóru um helgina. Hann vann til gullverðlauna í 100 metra bringusundi eftir afar harða keppni þar sem aðeins 0,3 sekúndur skildu að fyrsta og fjórða sæti. Í 200 metra bringusundi hlaut Einar silfurverðlaun og synti á…Lesa meira

true

Döpur helgi hjá Vesturlandsliðunum í 2. deild

Vesturlandsliðin í annarri deild knattspyrnunnar sóttu ekki stig í greipar andstæðinga sinna um liðna helgi. Víkingur Ólafsvík og Kormákur/Hvöt mættust í Ólafsvík og leiknum lauk með sigri gestanna sem skoruðu eitt mark en heimamenn ekkert. Liðsmenn Kára á Akranesi héldu til Dalvíkur þar sem þeir mættu Dalvík/Reyni. Þar fóru heimamenn með sigur og skoruðu tvö…Lesa meira

true

Úrslit á íþróttamóti Borgfirðings

Íþróttamót hestamannafélagsins Borgfirðings fór fram um helgina í Borgarnesi. Skráning var góð og veðrið og stemningin sömuleiði. Öll forkeppni var riðin á laugardeginum og úrslit á sunnudeginum. Hér að neðan eru helstu úrslit í öllum greinum. Fjórgangur Fyrsti flokkur Nr. 1. Iðunn Svansdóttir og Fleygur frá Snartartungu 6,60 Nr. 2. Guðný Margrét Siguroddsdóttir og Vænting…Lesa meira