Íþróttir

true

Búið að skipa í íslenska kvennalandsliðið í bridge

Anna Ívarsdóttir landsliðseinvaldur kvenna hefur valið landsliðshóp Íslands fyrir Evrópumótið sem haldið verður í Herning í Danmörku á þessu ári. Landsliðið var kynnt fyrir spilamennsku hjá BR í gær. Sjálf verður Anna þjálfari og fyrirliði án spilamennsku en í landsliðinu eru: Inda Hrönn Björnsdóttir, Anna Heiða Baldursdóttir, Arngunnur R Jónsdóttir, Alda Guðnadóttir, María Haraldsdóttir Bender…Lesa meira

true

Sigur hjá Skagamönnum en tap hjá Snæfelli

Lið ÍA gerði sér ferð á Flúðir síðasta föstudag og mætti Hrunamönnum í 1. deild karla í körfuknattleik. Hrunamenn byrjuðu mun betur í leiknum og voru komnir í 14:3 þegar fjórar mínútar voru liðnar af leiknum. Skagamenn virtust hálf ráðvilltir í fyrsta leikhluta og þegar ein mínúta var eftir af honum var staðan 30:16. En…Lesa meira

true

Skallagrímur tapaði fyrir KR

KR og Skallagrímur mættust á Meistaravöllum í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi og vann KR sigur í sveiflukenndum leik. Jafnt var á flestum tölum í fyrsta leikhluta og liðin skiptust á að ná forystu. Skallagrímur náði að komast sex stigum yfir þegar þrjár mínútur voru eftir, 13:19, en KR-ingar skoruðu síðustu sex stigin…Lesa meira

true

Skallagrímur auglýsir eftir þjálfara meistaraflokks

Knattspyrnudeild Skallagríms í Borgarnesi er um þessar mundir að auglýsa eftir þjálfara fyrir meistaraflokk félagsins sem leikur í 4. deild næsta sumar annað árið í röð. Félagið lauk keppni á síðasta tímabili í 8. sæti og stefnan vafalaust að enda ofar á þessu tímabili. Jón Theodór Jónsson framkvæmdastjóri knattspyrnudeildarinnar segir að auglýsing hafi verið send…Lesa meira

true

Mistök gerð við við veitingu viðurkenninga

Þau leiðinlegu mistök urðu þegar verið var að veita viðurkenningar fyrir A-landslið á kjöri Íþróttamanneskju Borgarfjarðar á þrettándanum að það gleymdist að veita Emblu Kristínardóttur viðurkenningu en hún var valin í A-landsliðið í körfuknattleik í haust eftir að hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn með Val í vor. Fram kemur á vefsíðu Ungmennasambands Borgarfjarðar að Embla spilaði með…Lesa meira

true

Snæfell með tap á móti toppliðinu

Snæfell og Keflavík áttust við í Subway deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi og var leikurinn í Stykkishólmi. Snæfell vann sinn fyrsta sigur í deildinni í síðustu umferð á meðan lið Keflavíkur var í toppsætinu með aðeins einn ósigur. Snæfellskonur byrjuðu leikinn af krafti, komust í 7:0 og leiddu með átta stigum eftir rúmar fimm…Lesa meira

true

Kajus tók þátt í æfingabúðum SSÍ

Æfingahelgi framtíðarhóps Sundsambands Íslands fór fram um helgina í Laugardalnum. Fram kemur í fréttatilkynningu frá SSÍ að markmiðið með æfingahelgum Framtíðarhóps er að fræða og hvetja upprennandi sundfólk ásamt því að styrkja liðsheildina. „Við vonum að þessar æfingahelgar virki hvetjandi, auki metnað hjá sundfólki til að ná árangri og að góð vinabönd myndist óháð félögum…Lesa meira

true

Fyrsti sigur Snæfells í hús

Eftir að hafa tapað tólf leikjum í röð fyrir áramót í Subway deild kvenna í körfuknattleik náði Snæfell loks sigri á þessu tímabili í fyrsta leik á nýju ári. Liðið tók á móti Fjölni í Stykkishólmi í gærkvöldi og hafði að lokum nauman sigur í spennuleik. Fyrir leik var Snæfell án stiga og Fjölnir með…Lesa meira

true

Oliver til ÍA á ný

Oliver Stefánsson hefur skrifað undir samning við Skagamenn sem spila í Bestu deildinni í sumar og gildir samningurinn til ársins 2025. Oliver spilaði 20 leiki með ÍA tímabilið 2022 og var þá í láni frá sænska félaginu Norrköping en gekk til liðs við Breiðablik frá Norrköping í febrúar á síðasta ári. Hann fékk fá tækifæri…Lesa meira

true

Alexander Örn kraftlyftingakarl ársins 2023

Skagamaðurinn Alexander Örn Kárason og Sóley Margrét Jónsdóttir voru valin kraftlyftingafólk ársins 2023 en þetta var tilkynnt á fundi Kraftlyftingasambands Íslands 20. desember síðastliðinn. Alexander Örn er sonur Kára Steins Reynissonar og Elínar Bjarkar Davíðsdóttur. Alexander Örn hlýtur nafnbótina í fyrsta sinn en hann er 25 ára gamall og keppir fyrir Kraftlyftingadeild Breiðabliks. Alexander sem…Lesa meira