Íþróttir
Srdan Stojanovic skoraði 27 stig á móti Hrunamönnum. Hér í leik gegn Ármanni fyrr í vetur. Ljósm. Jónas H. Ottósson

Sigur hjá Skagamönnum en tap hjá Snæfelli

Lið ÍA gerði sér ferð á Flúðir síðasta föstudag og mætti Hrunamönnum í 1. deild karla í körfuknattleik. Hrunamenn byrjuðu mun betur í leiknum og voru komnir í 14:3 þegar fjórar mínútar voru liðnar af leiknum. Skagamenn virtust hálf ráðvilltir í fyrsta leikhluta og þegar ein mínúta var eftir af honum var staðan 30:16. En gestirnir skoruðu síðustu fjögur stigin og munurinn tíu stig. Lítið gekk hjá ÍA að minnka muninn í öðrum leikhluta og enn voru tíu stig á milli liðanna eftir fimm mínútur, 38:28. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 47:38 fyrir Hrunamönnum og ljóst að Skagamenn þyrftu að gera betur til að ná einhverju út úr leiknum.

Sigur hjá Skagamönnum en tap hjá Snæfelli - Skessuhorn