
Shawnta Shaw var afar öflug á móti Fjölni. Ljósm. sá
Fyrsti sigur Snæfells í hús
Eftir að hafa tapað tólf leikjum í röð fyrir áramót í Subway deild kvenna í körfuknattleik náði Snæfell loks sigri á þessu tímabili í fyrsta leik á nýju ári. Liðið tók á móti Fjölni í Stykkishólmi í gærkvöldi og hafði að lokum nauman sigur í spennuleik. Fyrir leik var Snæfell án stiga og Fjölnir með fjögur stig en hafði tapað tíu leikjum í röð í deildinni eftir að hafa unnið fyrstu tvo. Breiðablik dró lið sitt úr keppni fyrir áramót og ljóst að Snæfell og Fjölnir munu berjast um það að ná áttunda sætinu sem gefur sæti í úrslitakeppni Subway deildarinnar en níunda sætið þýðir fall.