
Lið Skallagríms fær nýjan þjálfara á næstu leiktíð. Ljósm. vaks
Skallagrímur auglýsir eftir þjálfara meistaraflokks
Knattspyrnudeild Skallagríms í Borgarnesi er um þessar mundir að auglýsa eftir þjálfara fyrir meistaraflokk félagsins sem leikur í 4. deild næsta sumar annað árið í röð. Félagið lauk keppni á síðasta tímabili í 8. sæti og stefnan vafalaust að enda ofar á þessu tímabili.