
Kátir sundkrakkar sem tóku þátt um síðustu helgi. Ljósm. sundsamband.is
Kajus tók þátt í æfingabúðum SSÍ
Æfingahelgi framtíðarhóps Sundsambands Íslands fór fram um helgina í Laugardalnum. Fram kemur í fréttatilkynningu frá SSÍ að markmiðið með æfingahelgum Framtíðarhóps er að fræða og hvetja upprennandi sundfólk ásamt því að styrkja liðsheildina. „Við vonum að þessar æfingahelgar virki hvetjandi, auki metnað hjá sundfólki til að ná árangri og að góð vinabönd myndist óháð félögum og búsetu.“ Einnig senda þau félög sem eiga sundfólk í hópnum unga og efnilega þjálfara með sundfólkinu og taka þeir virkan þátt í helginni. Bjarney Guðbjörnsdóttir frá ÍA var ein af þeim þjálfurum sem tóku þátt um helgina.