Íþróttir
Eva Rupnik skoraði 14 stig í leiknum. Ljósm. karfan.is

Snæfell með tap á móti toppliðinu

Snæfell og Keflavík áttust við í Subway deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi og var leikurinn í Stykkishólmi. Snæfell vann sinn fyrsta sigur í deildinni í síðustu umferð á meðan lið Keflavíkur var í toppsætinu með aðeins einn ósigur. Snæfellskonur byrjuðu leikinn af krafti, komust í 7:0 og leiddu með átta stigum eftir rúmar fimm mínútur, staðan 15:7. Gestirnir voru hálf hissa og kannski um smá vanmat að ræða hjá þeim en Snæfell var með sex stiga forskot eftir fyrsta leikhluta, 23:17. Heimakonur í Snæfelli byrjuðu betur í öðrum leikhluta og skoruðu aftur fyrstu sjö stigin, staðan 30:17 og gestirnir trúðu ekki sínum eigin augum. En Keflavíkurkonur komu síðan til baka, minnkuðu muninn hægt og rólega og komust loks yfir í fyrsta skiptið í leiknum þegar ein og hálf mínúta var eftir af fyrri hálfleik, staðan í hálfleik 42:44 fyrir Keflavík.

Snæfell með tap á móti toppliðinu - Skessuhorn