
Embla Kristínardóttir í búningi Skallagríms. Ljósm. glh
Mistök gerð við við veitingu viðurkenninga
Þau leiðinlegu mistök urðu þegar verið var að veita viðurkenningar fyrir A-landslið á kjöri Íþróttamanneskju Borgarfjarðar á þrettándanum að það gleymdist að veita Emblu Kristínardóttur viðurkenningu en hún var valin í A-landsliðið í körfuknattleik í haust eftir að hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn með Val í vor.