
Skallagrímur er í sjötta sæti í deildinni með 10 stig. Ljósm. glh
Skallagrímur tapaði fyrir KR
KR og Skallagrímur mættust á Meistaravöllum í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi og vann KR sigur í sveiflukenndum leik. Jafnt var á flestum tölum í fyrsta leikhluta og liðin skiptust á að ná forystu. Skallagrímur náði að komast sex stigum yfir þegar þrjár mínútur voru eftir, 13:19, en KR-ingar skoruðu síðustu sex stigin í leikhlutanum og staðan 25:22 Vesturbæingum í vil. Baráttan hélt áfram, um miðjan annan leikhluta var staðan jöfn, 34:34, og enn jafnt þegar flautað var til hálfleiks, staðan 42:42.