Íþróttir

true

Kajus tók þátt í æfingabúðum SSÍ

Æfingahelgi framtíðarhóps Sundsambands Íslands fór fram um helgina í Laugardalnum. Fram kemur í fréttatilkynningu frá SSÍ að markmiðið með æfingahelgum Framtíðarhóps er að fræða og hvetja upprennandi sundfólk ásamt því að styrkja liðsheildina. „Við vonum að þessar æfingahelgar virki hvetjandi, auki metnað hjá sundfólki til að ná árangri og að góð vinabönd myndist óháð félögum…Lesa meira

true

Fyrsti sigur Snæfells í hús

Eftir að hafa tapað tólf leikjum í röð fyrir áramót í Subway deild kvenna í körfuknattleik náði Snæfell loks sigri á þessu tímabili í fyrsta leik á nýju ári. Liðið tók á móti Fjölni í Stykkishólmi í gærkvöldi og hafði að lokum nauman sigur í spennuleik. Fyrir leik var Snæfell án stiga og Fjölnir með…Lesa meira

true

Oliver til ÍA á ný

Oliver Stefánsson hefur skrifað undir samning við Skagamenn sem spila í Bestu deildinni í sumar og gildir samningurinn til ársins 2025. Oliver spilaði 20 leiki með ÍA tímabilið 2022 og var þá í láni frá sænska félaginu Norrköping en gekk til liðs við Breiðablik frá Norrköping í febrúar á síðasta ári. Hann fékk fá tækifæri…Lesa meira

true

Alexander Örn kraftlyftingakarl ársins 2023

Skagamaðurinn Alexander Örn Kárason og Sóley Margrét Jónsdóttir voru valin kraftlyftingafólk ársins 2023 en þetta var tilkynnt á fundi Kraftlyftingasambands Íslands 20. desember síðastliðinn. Alexander Örn er sonur Kára Steins Reynissonar og Elínar Bjarkar Davíðsdóttur. Alexander Örn hlýtur nafnbótina í fyrsta sinn en hann er 25 ára gamall og keppir fyrir Kraftlyftingadeild Breiðabliks. Alexander sem…Lesa meira

true

Þrjár tilnefningar í kjöri íþróttamanns Grundarfjarðar 2023

Þrjár tilnefningar bárust til kjörs á íþróttamanni Grundarfjarðar árið 2023 og verða úrslitin gerð kunn við hátíðlega athöfn í Samkomuhúsinu á gamlársdag, sunnudaginn 31. desember klukkan 11. Við sama tækifæri verða sjálfboðaliðar heiðraðir fyrir störf í þágu íþrótta- og tómstundamála í Grundarfirði og sængurgjöf samfélagsins afhent foreldrum barna sem fæddust árið 2023. Þær þrjár tilnefningar…Lesa meira

true

Urðu jólasveinar 2023

Jólasveinatvímenningur Bridgefélags Borgarfjarðar var spilaður síðastliðinn föstudag í Logalandi. Sigurvegarar urðu þeir Heiðar Árni Baldursson og Jón Eyjólfsson og teljast því „Jólasveinar“ félagsins þetta árið. „Augljóslega taka þeir þessum sæmdartitli ekki af neinni léttúð, því fréttastofa Flóðtíðinda náði mynd af þeim glaðbeittum, þarna mitt í hlíðum Hafnarfjalls og morgunljóst að ungdómur í Borgarfirði mun eiga…Lesa meira

true

SA sigurvegari í 2. deild kvenna í sundi

Bikarkeppni Sundsambands Íslands var haldin í Laugardalslaug í Reykjavík um helgina. Sundfélag Hafnarfjarðar stóð uppi sem sigurvegari í 1. deild karla og kvenna. Sundfélag Akraness í karlaflokki varð í fjórða sæti í 1. deild. B-lið SH vann einnig í 2. deild karla og Sundfélag Akraness var sigurvegari í 2. deild kvenna. Kvennalið Sundfélags Akraness var…Lesa meira

true

UMFG úr leik í bikarnum

Meistaraflokkur kvenna í blaki hjá Ungmennafélagi Grundarfjarðar eru í 1. sæti í fjórðu deild Blaksambands Íslands. Þær drógust gegn 2. deildar liði Aftureldingar í Kjörísbikar kvenna og voru svo heppnar að fá heimaleik. Sá leikur var spilaður í íþróttahúsi Grundarfjarðar á miðvikudaginn. Bæði lið mættu vel stemmd til leiks en heimakonur þó ívið stemmdari því…Lesa meira

true

Þrettánda tap Snæfells kom á móti Stjörnunni

Stjarnan og Snæfell áttust við í Subway deild kvenna í körfuknattleik á þriðjudagskvöldið og var leikurinn í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ. Þremur dögum áður höfðu liðin mæst á sama stað í VÍS bikarnum þar sem Stjörnukonur unnu öruggan 83:50 sigur og ljóst að verkefnið yrði erfitt hjá gestunum úr Stykkishólmi. Fyrsti leikhluti var jafn og spennandi…Lesa meira

true

Góður árangur hjá Einari Margeiri á sínu fyrsta Evrópumeistaramóti

Einar Margeir Ágústsson sundmaður frá Akranesi átti mjög góða helgi á Evrópumeistaramóti fullorðinna í 25m laug sem fram fór um liðna helgi. Þar keppti hann ásamt fimm öðrum sundmönnum frá Íslandi. Í 200m bringusundi gerði Einar Margeir sér lítið fyrir og setti nýtt unglingamet á tímanum 2.12,15, sem er bæting á unglingameti um 2,1 sekúndu.…Lesa meira