
Urðu jólasveinar 2023
Jólasveinatvímenningur Bridgefélags Borgarfjarðar var spilaður síðastliðinn föstudag í Logalandi. Sigurvegarar urðu þeir Heiðar Árni Baldursson og Jón Eyjólfsson og teljast því „Jólasveinar“ félagsins þetta árið. „Augljóslega taka þeir þessum sæmdartitli ekki af neinni léttúð, því fréttastofa Flóðtíðinda náði mynd af þeim glaðbeittum, þarna mitt í hlíðum Hafnarfjalls og morgunljóst að ungdómur í Borgarfirði mun eiga von á góðu frá þeim félögum,“ segir í frétt Bridgesambandsins.