Íþróttir
Kvennasveit SA með bikarinn fyrir sigurinn í 2. deild. Ljósm. SA

SA sigurvegari í 2. deild kvenna í sundi

Bikarkeppni Sundsambands Íslands var haldin í Laugardalslaug í Reykjavík um helgina. Sundfélag Hafnarfjarðar stóð uppi sem sigurvegari í 1. deild karla og kvenna. Sundfélag Akraness í karlaflokki varð í fjórða sæti í 1. deild. B-lið SH vann einnig í 2. deild karla og Sundfélag Akraness var sigurvegari í 2. deild kvenna. Kvennalið Sundfélags Akraness var stigahærra en bæði kvennalið Sunddeildar Ármanns og UMSK sem kepptu í 1. deild og munu Skagastelpurnar því keppa í 1. deild að ári en lið UMSK féll niður í 2. deild.

SA sigurvegari í 2. deild kvenna í sundi - Skessuhorn