
Hin unga og efnilega Alexandra Björg Andradóttir er hér að slá boltann. Ljósmyndir: tfk
UMFG úr leik í bikarnum
Meistaraflokkur kvenna í blaki hjá Ungmennafélagi Grundarfjarðar eru í 1. sæti í fjórðu deild Blaksambands Íslands. Þær drógust gegn 2. deildar liði Aftureldingar í Kjörísbikar kvenna og voru svo heppnar að fá heimaleik. Sá leikur var spilaður í íþróttahúsi Grundarfjarðar á miðvikudaginn.