
Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir og Sunna Arnfinnsdóttir úr Sundfélagi Akraness kepptu um helgina á Norðurlandameistaramótinu í sundi sem fram fór í Tartu í Eistlandi. Bjartey synti sig inn í úrslit í 100 metra skriðsundi þar sem hún hafnaði í fjórða sæti og var aðeins 0,13 frá verðlaunapalli eftir mjög jafna keppni um fyrstu fjögur sætin. Bjartey…Lesa meira