Íþróttir
Eva Rupnik skoraði 20 stig gegn Haukum. Ljósm. sá

Snæfell nálægt sínum fyrsta sigri

Snæfell og Haukar mættust í tíundu umferð Subway deildar kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi og var viðureignin í Hólminum. Fyrir leik var Snæfell á botni deildarinnar enn án stiga á meðan Haukar voru í sjöunda sæti með átta stig. Liðin skiptust á að ná forystu í fyrsta leikhluta og munurinn var mest fimm stig í stöðunni 18:13 þegar akkúrat ein mínúta var eftir. Gestirnir úr Hafnarfirði áttu síðasta orðið og síðustu fjögur stigin og staðan 18:17 Snæfelli í vil. Það er óhætt að segja að heimakonur í Snæfelli hafi verið á eldi í öðrum leikhluta. Þegar rúmar þrjár mínútur voru liðnar í stöðunni 25:22 skoruðu þær átta stig í röð og komu sér ellefu stigum yfir, staðan 33:22. Snæfell herti tökin enn meir fram að hálfleik og var komið með sextán stiga forskot áður en Sólrún Gísladóttir setti þrist niður fyrir gestina á síðustu mínútunni. Hálfleikstölur 45:32 fyrir Snæfelli og alveg útlit fyrir fyrsta sigurinn í deildinni.