
Shawnta Shaw skoraði 31 stig gegn Grindavík. Ljósm. sá
Ellefta tap Snæfells kom á móti Grindavík
Grindavík og Snæfell mættust í Subway deild kvenna í körfuknattleik í gær og var leikurinn spilaður í Smáranum í Kópavogi sökum jarðhræringa á Reykjanesi. Eins og kannski við var að búast miðað við stöðu liðanna í deildinni var um hálfgerða einstefnu að ræða og tóku Grindavíkurkonur strax öll völd á vellinum. Þær komust í 9:0 og eftir fyrsta leikhluta var staðan 28:14 fyrir Grindavík. Í öðrum leikhluta í stöðunni 36:22 skoraði Snæfell ekki körfu í rúmar fimm mínútur og þegar blásið var til hálfleiks var stigamunur liðanna kominn í 22 stig, staðan 50:28 fyrir Grindavík.