Íþróttir
Úr leik Hrunamanna og Snæfells. Ljósm. Brigitte Brugger/ karfan.is

Snæfell tapaði fyrir Hrunamönnum í hörkuleik

Hrunamenn og Snæfell mættust í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og var leikurinn spilaður á Flúðum. Fyrir leik voru bæði lið í neðri hlutanum, Snæfell með fjögur stig og Hrunamenn með tvö. Liðin skiptust á að hafa forystu í fyrsta leikhluta, Hrunamenn voru þó ívið sterkari og leiddu með fjórum stigum þegar honum lauk, 25:21. Snæfell komst yfir fljótlega í öðrum leikhluta og munurinn var aðeins þrjú stig þegar rúmar fimm mínútur voru liðnar, staðan 35:32 heimamönnum í hag. En þá tóku þeir góðan sprett, skoruðu ellefu stig í röð og voru komnir með fjórtán stiga forystu. Snæfell átti fjögur síðustu stigin fyrir hálfleik og staðan 46:36 þegar leikmenn gengu til búningsklefa.

Snæfell tapaði fyrir Hrunamönnum í hörkuleik - Skessuhorn