Íþróttir

true

Skagamenn í öðru sæti eftir stórsigur á Fylki

ÍA tók á móti Fylki í þriðju umferð Bestu deildarinnar í knattspyrnu að viðstöddum yfir sex hundruð áhorfendum í Akraneshöllinni í gær og var frekar þröngt á þingi. Leikurinn byrjaði fjörlega og Skagamenn komust yfir strax á 11. mínútu þegar Hinrik Harðarson fékk boltann vinstra megin, hann tók á rás og skaut föstu skoti niðri…Lesa meira

true

Akranesmótið í pílu um helgina

Sá skemmtilegi atburður átti sér stað í vikunni að öll þrjú liðin frá Pílufélagi Akraness (PFA) sem taka þátt í deildarkeppni Pílukastfélags Reykjavíkur (PFR) voru saman komin í aðstöðu PFR á Tangarhöfða í Reykjavík. Liðið Flóridaskaginn er i baráttu um verðlaunasæti í A deildinni, Skaginn er búinn að tryggja sér sigur í B deildinni og…Lesa meira

true

Snæfell tapaði eftir framlengingu og féll í fyrstu deild

Fjórði leikur Tindastóls og Snæfells í undanúrslitum fyrstu deildar kvenna í körfuknattleik fór fram í gærkvöldi og var leikurinn á Sauðárkróki. Með sigri í leiknum gátu Tindastólskonur tryggt sér sæti í úrslitum á móti Aþenu eða KR en Snæfell fengið oddaleik á heimavelli færu þær með sigur af hólmi. Það var því ansi mikið undir…Lesa meira

true

Kvennatölt hestamannafélagsins Borgfirðings

Hið árlega Kvennatölt hestamannafélagsins Borgfirðings var haldið í gærkvöldi í Faxaborg. Þema var blátt og var mikið af glæskvendum og hrossum á ferðinni þetta kvöld. Keppt var í 3 flokkum; T8 (óvanir), T7 (fyrir meira vana) og T3 (fyrir vanar). Einnig voru veitt verðlaun fyrir glæsilegasta parið og var það Björg María Þórsdóttir og Styggð…Lesa meira

true

Snæfellsnes sigraði ÍBV í Akraneshöllinni

Sunnudaginn 14. apríl mættust stelpurnar í fimmta flokki Snæfellsness og ÍBV í Faxaflóamótinu. Leikurinn var heimaleikur Snæfellsness en var spilaður í Akraneshöllinni þar sem Ólafsvíkurvöllur var ekki orðinn leikfær vegna snjóþyngsla. Snæfellsnes hafði mikla yfirburði í leiknum og leiddu 2-0 í hálfleik. Í seinni hálfleik tóku þær svo öll völd á vellinum og leiknum lauk…Lesa meira

true

Grótta og ÍA skildu jöfn í Lengjubikarnum

Skagakonur léku síðasta leik sinn í B deild Lengjubikarsins á þessu tímabili í gærkvöldi þegar þær mættu Gróttu á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi. Leikurinn var frekar jafn frá byrjun og liðin skiptust á að vera með yfirhöndina. Fyrsta markið í leiknum kom á 29. mínútu eftir varnarmistök gestanna og datt boltinn fyrir fætur Lovísu Davíðsdóttur Scheving…Lesa meira

true

ÍA og Tindastóll mætast í Mjólkurbikarnum

Dregið var í 32-liða úrslit í Mjólkurbikar karla í knattspyrnu í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu í gær. Öll tólf liðin úr Bestu deildinni koma inn í þessari umferð og þá eru tíu lið úr Lengjudeildinni en einu tvö liðin sem komust ekki áfram þar eru Njarðvík og Leiknir. Þrjú lið koma úr 2. deild, fjögur…Lesa meira

true

KSÍ og Jóhannes Karl framlengja

Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur samið við Jóhannes Karl Guðjónsson um framlengingu á samningi hans sem aðstoðarþjálfari A landsliðs karla í knattspyrnu. Samningurinn gildir út nóvember 2025, en framlengist sjálfkrafa ef Ísland er í umspili um sæti í lokakeppni HM 2026 og framlengist einnig ef Ísland kemst í lokakeppni HM 2026. Skagamaðurinn Jóhannes Karl, sem var…Lesa meira

true

Komu heim hlaðin verðlaunum af ÍM50 í sundi

Gott gengi var hjá sundfólki frá ÍA á Íslands- og unglingameistaramótinu í sundi í 50 metra laug sem fram fór í Reykjavík um helgina. Kom hópurinn heim með Íslandsmeistaratitil, Akranesmet, fjögur silfur og 15 brons. Tíu sundmenn frá ÍA tóku þátt á mótinu, en keppendur voru alls 183 frá 16 félögum. Bestum árangri náði Einar…Lesa meira

true

Bjarki Pétursson varð í sjöunda sæti

Atvinnugolfarinn Bjarki Pétursson endaði í sjöunda sæti á Sand Valley meistaramótinu sem fór fram dagana 11. -13. apríl á samnefndum velli í Póllandi. Mótið var annað af þremur sem fer fram á þessum golfvelli á næstu dögum. Bjarki endaði samtals á 9 höggum undir pari vallar en sigurvegari mótsins lék samtals á 17 höggum undir…Lesa meira