Íþróttir
Verðlaunaafhending fyrir T3.

Kvennatölt hestamannafélagsins Borgfirðings

Hið árlega Kvennatölt hestamannafélagsins Borgfirðings var haldið í gærkvöldi í Faxaborg. Þema var blátt og var mikið af glæskvendum og hrossum á ferðinni þetta kvöld. Keppt var í 3 flokkum; T8 (óvanir), T7 (fyrir meira vana) og T3 (fyrir vanar). Einnig voru veitt verðlaun fyrir glæsilegasta parið og var það Björg María Þórsdóttir og Styggð frá Hægindi sem hlutu þau. Verðlaun fyrir fallegustu reiðmennskuna voru veitt og var það Þóra Árnadóttir sem hlaut þau annað árið í röð. Besta skreytta parið reyndist vera Steinunn Hilmarsdóttir og Blika frá Skjólbrekku og svo gaf Steinunn Árnadóttir verðlaun fyrir best snyrta hrossið og var það hún Djásn frá Ölvaldsstöðum sem hlaut þau en knapi á henni var Heiða Dís Fjeldsted.

Kvennatölt hestamannafélagsins Borgfirðings - Skessuhorn