Íþróttir
Baldur Þorleifsson hefur þjálfað lið Snæfells síðustu þrjú tímabil. Ljósm. karfan.is

Snæfell tapaði eftir framlengingu og féll í fyrstu deild

Fjórði leikur Tindastóls og Snæfells í undanúrslitum fyrstu deildar kvenna í körfuknattleik fór fram í gærkvöldi og var leikurinn á Sauðárkróki. Með sigri í leiknum gátu Tindastólskonur tryggt sér sæti í úrslitum á móti Aþenu eða KR en Snæfell fengið oddaleik á heimavelli færu þær með sigur af hólmi. Það var því ansi mikið undir og mikill taugatitringur hjá liðunum í byrjun leiks og stigaskorið eftir því. Eftir rúman fimm mínútna leik var staðan 5:6 fyrir Snæfelli en síðan fóru liðin að hitta betur og Shawnta Shaw sá til þess að Snæfell hafði fjögurra stiga forystu eftir fyrsta leikhluta, 17:21, þegar hún setti niður þrist á lokasekúndunni.