Íþróttir

true

Sunna Rún valin í U-17

Knattspyrnukonan Sunna Rún Sigurðardóttir hefur verið valin í U-17 ára landsliðið sem tekur þátt í undankeppni EM í Póllandi dagana 10.-19. október. Landsliðið mun æfa 7.-9. október í Miðgarði í Garðabæ áður en haldið verður út til Póllands. Liðið á leik við gestgjafana Pólland fimmtudaginn 12. október og mætir síðan Írlandi sunnudaginn 15. október. Sunna…Lesa meira

true

Margar bætingar; þrjú Akranesmet og landsliðslágmark á Turbomóti

Síðastliðinn laugardag tóku 19 sundmenn frá ÍA þátt í Turbomóti Ármanns sem var mjög fjölmennt mót með yfir 320 keppendur. Óhætt er að segja að sundfólkið af Akranesi hafi átt glæsilega byrjun á tímabilinu en á mótinu var það með 41 bætingu, þrjú Akranesmet voru slegin og landsliðslágmörkum náð. „Það er alltaf gaman að byrja…Lesa meira

true

Snæfell og Skallagrímur spiluðu æfingaleik

Síðastliðið föstudagskvöld fór fram æfingaleikur körfuknattleiksliða karla hjá Snæfelli í Stykkishólmi og Skallagrími í Borgarnesi. Spilað var í Hólminum. Leikar fóru þannig að Skallagrímur bar sigur úr býtum með 99 stigum gegn 92 stigum heimamanna. Leikurinn var mikilvægur fyrir bæði lið til að sjá hvaða þætti leiksins þarf að bæta í lokaundirbúningi fyrir Íslandsmótið. Sjá…Lesa meira

true

Héldu til Bretlands til að keppa í glímu

Fimmtudaginn 24. ágúst síðastliðinn lagði hópur frá Glímufélagi Dalamanna af stað og var ferðinni heitið suður með sjó. Tilgangur ferðarinnar var keppnisferð til Bretlands sem hófst á backhold (hryggspenna) æfingu í Vogum með öðrum glímuiðkendum sem komu víða að en Glímusamband Íslands stóð fyrir æfingunni. Hópurinn hélt svo áfram til Glasgow en þaðan var ekið…Lesa meira

true

Septemberpútt í blíðskapar veðri

Fimmtíu og átta púttarar frá Reykjanesbæ, Kópavogi, Akranesi, Ísafirði, Hvammstanga og heimafólk mættu til leiks í Septemberpútti að Hamri í Borgarnesi 14. september sl. Mótið fer árlega fram annan fimmtudag í september. Er þetta í þriðja sinn sem mótið er haldið. Svo skemmtilega hefur viljað til að þá er alltaf blíðskapar veður. Veðurguðinn brást ekki…Lesa meira

true

Víkingur vann sigur á botnliðinu í lokaleiknum

Víkingur Ólafsvík tók á móti KV í lokaumferð 2. deildar karla í knattspyrnu á föstudaginn og var leikurinn á Ólafsvíkurvelli. Gestirnir komust yfir strax á þriðju mínútu þegar Askur Jóhannsson skoraði fyrir KV úr vítaspyrnu en aðeins fjórum mínútum síðar jafnaði Abdelhadi Khalok fyrir Víking. Björn Axel Guðjónsson kom síðan Víkingi yfir eftir tæpan hálftíma…Lesa meira

true

Kári með sigur á Magna í síðasta leik sumarsins

Kári og Magni mættust í lokaumferð 3. deildar karla í knattspyrnu á föstudaginn og var viðureignin í Akraneshöllinni. Það var mikil orka í leikmönnum í fyrri hálfleik, heimamenn í Kára voru þó með yfirhöndina og áttu nokkur færi sem þeim tókst ekki að nýta. Fyrsta mark leiksins kom sex mínútum fyrir hálfleik eftir frábæra sókn…Lesa meira

true

Drífa vann tvöfalt á HM öldunga í badminton

Skagakonan Drífa Harðardóttir tók í vikunni þátt í heimsmeistaramóti öldunga í badminton sem haldið var í Jeonjy í Kóreu. Mótið er haldið annað hvert ár en Drífa var tvöfaldur heimsmeistari frá síðasta móti í tvíliðaleik og tvenndarleik. Drífu var raðað númer eitt í styrkleika á mótinu í báðum greinum en hún tók þátt í tvíliðaleik…Lesa meira

true

Landslið fatlaðra kepptu í keilu á Akranesi

Um helgina fóru fram vináttuleikar fatlaðra í keilu þar sem landslið Svía sótti Ísland heim. Þar leiddu saman hesta sína átta einstaklingar úr landsliðum fatlaðra frá Íslandi og Svíþjóð og fór keppnin fram í Keilusal Akraness við Vesturgötu. Þar átti ÍA tvo fulltrúa og voru það Tómas Freyr Garðarsson og Jóhanna Nína Karlsdóttir sem kepptu…Lesa meira

true

Þýðingarmikill leikur í Njarðvík í dag

Í dag klukkan 14 fer fram afar þýðingarmikill leikur fyrir karlalið ÍA í fótbolta. Spilað verður við Njarðvík á Rafholtsvellinum syðra. Eins og staðan er núna í deildinni eru Skagamenn líklegastir til að fara beint upp og lið Aftureldingar, Fjölnis, Vestra og Leiknis R. á leið í umspil um hitt sætið sem gefur þátttökurétt í…Lesa meira