
Drífa og Gry fagna sigrinum í tvíliðaleik. Ljósm. FB síða Badmintonfélag Akraness
Drífa vann tvöfalt á HM öldunga í badminton
Skagakonan Drífa Harðardóttir tók í vikunni þátt í heimsmeistaramóti öldunga í badminton sem haldið var í Jeonjy í Kóreu. Mótið er haldið annað hvert ár en Drífa var tvöfaldur heimsmeistari frá síðasta móti í tvíliðaleik og tvenndarleik.