
Margar bætingar; þrjú Akranesmet og landsliðslágmark á Turbomóti
Síðastliðinn laugardag tóku 19 sundmenn frá ÍA þátt í Turbomóti Ármanns sem var mjög fjölmennt mót með yfir 320 keppendur. Óhætt er að segja að sundfólkið af Akranesi hafi átt glæsilega byrjun á tímabilinu en á mótinu var það með 41 bætingu, þrjú Akranesmet voru slegin og landsliðslágmörkum náð. „Það er alltaf gaman að byrja tímabilið með framförum og við hlökkum virkilega til vetursins,“ segir Kjell Wormdal þjálfari liðsins.