
Sigurvegarar að móti loknu. Ljósm. Baldur Á. Magnússon
Septemberpútt í blíðskapar veðri
Fimmtíu og átta púttarar frá Reykjanesbæ, Kópavogi, Akranesi, Ísafirði, Hvammstanga og heimafólk mættu til leiks í Septemberpútti að Hamri í Borgarnesi 14. september sl. Mótið fer árlega fram annan fimmtudag í september. Er þetta í þriðja sinn sem mótið er haldið. Svo skemmtilega hefur viljað til að þá er alltaf blíðskapar veður. Veðurguðinn brást ekki heldur í þetta skiptið. Einn Reyknesingurinn hafði orð á því að mótshaldarar hefðu einstakt samband við æðri máttarvöld.