
Héldu til Bretlands til að keppa í glímu
Fimmtudaginn 24. ágúst síðastliðinn lagði hópur frá Glímufélagi Dalamanna af stað og var ferðinni heitið suður með sjó. Tilgangur ferðarinnar var keppnisferð til Bretlands sem hófst á backhold (hryggspenna) æfingu í Vogum með öðrum glímuiðkendum sem komu víða að en Glímusamband Íslands stóð fyrir æfingunni. Hópurinn hélt svo áfram til Glasgow en þaðan var ekið til bæjarins Carlisle. Hópurinn samanstóð af 15 keppendum, einum þjálfara, framkvæmdastjóra Glímusambands Íslands og þremur foreldrum. Keppendur úr Dalabyggð voru Alexandra Agla Jónsdóttir 14 ára, Mikael Hall Valdemarsson 14 ára, Þórarinn Páll Þórarinsson 14 ára, Benoní Meldal Kristjánsson 15 ára og Jóhanna Vigdís Pálmadóttir 17 ára en með þeim fóru Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir þjálfari og Ragnheiður Pálsdóttir foreldri.