Íþróttir

true

Sveitakeppni í golfi fer fram um helgina

Það verður nóg að gera hjá kylfingum á Vesturlandi um næstu helgi, frá föstudegi til sunnudags. Um helgina verður sveitakeppni í 2. deild karla í golfi leikin á Garðavelli á Akranesi. Átta golfklúbbar taka þátt. Í Borgarnesi verður leikið á Hamarsvelli í 2. deild kvenna og þar taka tíu golfklúbbar þátt þeirra á meðal, Golfklúbburinn…Lesa meira

true

Skagamenn með öruggan sigur á Ægi

ÍA vann sinn þriðja sigur í röð í Lengjudeildinni í gærkvöldi þegar liðið tók á móti botnliði Ægis á Norðurálsvelli. Leikurinn fór rólega af stað en fyrsta markið kom á 12. mínútu eftir gott samspil heimamanna. Albert Hafsteinsson setti boltann í gegnum vörn Ægis út til hægri þar sem Breki Þór Hermannsson gaf hann fyrir…Lesa meira

true

Tveir tapleikir hjá Reyni um helgina

Reynir Hellissandi lék tvo leiki í liðinni viku í A riðli 5. deildar karla í knattspyrnu og þurfti að sætta sig við tap í báðum leikjunum. Á föstudaginn tók Reynir á móti Stokkseyri á Ólafsvíkurvelli þar sem gestirnir komust yfir á fimmtu mínútu með marki frá Þórhalli Aroni Mássyni en Daníel Áki Gunnarsson jafnaði fyrir…Lesa meira

true

Starfsemin komin af stað hjá Keilufélagi Akraness

Hjá Keilufélagi Akraness er starfsemin komin í gang þar sem einstaklingar hjá félaginu voru valdir til að taka þátt í mótunum U30 Euro National Challenge og Triple Crown sem fram fara í Livingston í Skotlandi núna í ágúst. Þetta er landsliðsverkefni og nokkurs konar vináttuleikar. Tvö gull, þrjú silfur og eitt brons hjá Ísak Birki…Lesa meira

true

Svekkjandi jafntefli hjá Kára

Kári og KFS áttust við í 3. deild karla í knattspyrnu á laugardaginn og var leikurinn í Akraneshöllinni. Guðfinnur Þór Leósson kom Kára yfir strax á þriðju mínútu þegar hann fékk boltann í teignum eftir fyrirgjöf og setti boltann í netið. Gestirnir sem voru skipulagðir í leik sínum jöfnuðu á 15. mínútu með marki frá…Lesa meira

true

Víkingur missti af tveimur stigum í toppbaráttunni

Víkingur Ólafsvík og KFG áttust við í toppbaráttu 2. deildar karla í knattspyrnu á laugardaginn og var leikurinn í Ólafsvík. Fyrir leik voru bæði lið með 26 stig í efri hlutanum en Víkingur hafði tapað síðustu þremur leikjum sínum í deildinni og þurfti nauðsynlega sigur til að koma sér aftur á beinu brautina. Þetta leit…Lesa meira

true

Skagamenn með mikilvægan sigur á Fjölni

Það var mikið í húfi fyrir leik Fjölnis og ÍA í Lengjudeild karla í knattspyrnu þegar liðin mættust í 16. umferð deildarinnar á föstudagskvöldið. Heimamenn í Fjölni sátu í þriðja sætinu með 29 stig á meðan Skagamenn voru í öðru með 30 stig. Afturelding hafði misstigið sig kvöldið áður og tapað á móti Grindavík en…Lesa meira

true

Frændur í sviðsljósinu á HM

Máni Hilmarsson frá Borgarnesi og Gljátoppur frá Miðhrauni urðu heimsmeistarar í slaktaumatölti á HM sem lýkur í dag í Hollandi. Þeir keppa fyrir Svía á HM í Hollandi, en Máni hefur búið í Svíðþjóð undanfarin ár. Þetta er annar Heimsmeistaratitil Mána en hann varð eins og kunnugt er heimsmeistari í fimmgangi í ungmennaflokki árið 2017…Lesa meira

true

Naumt tap Skallagríms gegn toppliðinu

Skallagrímur tók á móti Vængjum Júpiters í 14. umferð 4. deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi og var leikurinn á Skallagrímsvelli í Borgarnesi. Fyrir leik voru gestirnir í toppsætinu með 29 stig á meðan Skallarnir voru í áttunda sæti á öruggum stað með 16 stig. Vængir Júpiters spiluðu með vindinn í bakið í fyrri hálfleik…Lesa meira

true

Skagamenn með öruggan sigur á Gróttu

Eftir að hafa tapað stórt á móti Leikni R. fyrir verslunarmannahelgi komu Skagamenn sér aftur á sigurbraut í gærkvöldi þegar þeir unnu góðan sigur á Gróttu en leikurinn fór fram á Vivaldi vellinum á Seltjarnarnesi. Gestirnir komust yfir í leiknum á 8. mínútu þegar markahrókurinn Viktor Jónsson skoraði sitt 15. mark í jafn mörgum leikjum…Lesa meira