Íþróttir
Skagamenn eru komnir í annað sætið í Lengjudeildinni. Ljósm. Lárus Árni Wöhler

Skagamenn með öruggan sigur á Gróttu

Eftir að hafa tapað stórt á móti Leikni R. fyrir verslunarmannahelgi komu Skagamenn sér aftur á sigurbraut í gærkvöldi þegar þeir unnu góðan sigur á Gróttu en leikurinn fór fram á Vivaldi vellinum á Seltjarnarnesi. Gestirnir komust yfir í leiknum á 8. mínútu þegar markahrókurinn Viktor Jónsson skoraði sitt 15. mark í jafn mörgum leikjum í sumar og er orðinn markahæstur í deildinni. Steinar Þorsteinsson vippaði boltanum yfir varnarlínu Gróttu við vítateigslínu á Inga Þór Sigurðsson sem sendi hann í fyrsta fyrir markið þar sem Viktor var mættur og stýrði honum í netið. Skagamenn voru mun betri í fyrri hálfleik, þeir fengu nokkur færi og tvöfölduðu síðan forystuna á lokamínútu fyrri hálfleiks eftir hornspyrnu. Fyrirliðinn Arnór Smárason tók hana og sendi boltann á markteiginn þar sem Indriði Áki Þorláksson skallaði á markið. Beitir Ólafsson markvörður Gróttu varði vel en sló boltann beint út í teiginn og þar var staddur varnarmaðurinn Johannes Vall sem potaði boltanum í netið. Staðan 0-2 í hálfleik fyrir ÍA og ljóst að heimamenn þurftu að gera eitthvað róttækt til að fá eitthvað úr leiknum.

Skagamenn með öruggan sigur á Gróttu - Skessuhorn