Íþróttir

true

Guðrún Karitas setti meistaramótsmet í sleggjukasti

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram um síðustu helgi á ÍR vellinum í Skógarseli í Breiðholti. Meistaramótið sem var það 97. í röðinni er hápunktur sumarsins og var allt besta frjálsíþróttafólk landsins skráð til leiks. Guðrún Karitas Hallgrímsdóttir sleggjukastari frá Vatnshömrum í Andakíl sem keppir fyrir ÍR setti meistaramótsmet þegar hún stórbætti metið í…Lesa meira

true

Stærsta tap sumarsins hjá Reyni kom á móti RB

Það var alger einstefna í leik RB úr Reykjanesbæ og Reynis frá Hellissandi sem fram fór á föstudagskvöldið í Nettóhöllinni. Leikmenn RB sem eru efstir í A riðli 5. deildar karla í knattspyrnu gáfu alls engin grið og skoruðu átta mörk í hvorum hálfleik, lokatölur 16-0 RB í hag. Sjö mörk komu á fyrstu tuttugu…Lesa meira

true

Skallagrímur með sterkan sigur á Stólunum

Það var mikið undir þegar lið Skallagríms og Tindastóls mættust í 4. deild karla í knattspyrnu á föstudagskvöldið á iðjagrænum Skallagrímsvelli. Tindastóll hafði unnið þrjá leiki í röð í deildinni og nálgast toppbaráttuna á meðan Skallarnir þurftu nauðsynlega sigur til að slíta sig frá tveimur neðstu liðunum. Gestirnir voru með vindinn í bakið í fyrri…Lesa meira

true

Víkingur tapaði fyrir Völsungi í hörkuleik

Það má með sanni segja að það hafi verið mikill hasar og dramatík undir lokin í leik Völsungs og Víkings Ólafsvíkur í 2. deild karla í knattspyrnu sem fram fór á Húsavík á laugardaginn. Völsungur var með eins marks forystu þegar lítið var eftir og gestirnir þjörmuðu að heimamönnum til að ná jöfnunarmarkinu. Þegar leikurinn…Lesa meira

true

Flemming púttmót haldið í norðan vindi á Hvammstanga

Hið opna Flemming-púttmót fór fram föstudaginn 28. júlí á Hvammstanga. Þátttaka var ágæt en 39 þátttakendur voru á mótinu, völlurinn sæmilegur og slapp til með veður, að sögn Flemming Jessen mótshaldara. Að venju voru leiknar 2×18 holur á mótinu, alls 36. Er þetta í 13. sinn sem mótið er haldið, en það fyrsta var haldið…Lesa meira

true

Viktor á skotskónum í stórsigri Skagamanna

Skagamenn áttu sannarlega góðan föstudag þegar þeir mættu Aftureldingu í Mosfellsbænum í þýðingarmiklum leik í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Gestgjafarnir sátu fyrir leikinn á toppi deildarinnar, en með sigri komust Skagamenn upp í annað sætið og eiga auk þess leik til góða, hafa nú átta stigum minna en toppliðið. Það var Viktor Jónsson sem átti…Lesa meira

true

Skagakonur töpuðu á móti ÍR og misstu af toppsætinu

ÍR og ÍA áttust við í stórleik umferðarinnar í 2. deild kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi og var leikurinn á ÍR-velli í Breiðholti. Fyrir leik var ÍR í 4. til 5. sæti ásamt Fjölni með 24 stig og ÍA í því sjötta með 23 stig og ljóst að sigurliðið myndi ná toppsætinu. Leikurinn var í…Lesa meira

true

Kári laut í lægra haldi fyrir Elliða

Knattspyrnufélag Kára frá Akranesi og lið Elliða úr Árbænum áttust við í 3. deild karla í gærkvöldi og var viðureignin í Akraneshöllinni. Fyrir leik var Kári í sjötta sæti deildarinnar með 19 stig og Elliði sæti neðar með 17 stig. Það var því mikið undir enda hefðu Káramenn með sigri skellt sér upp í fjórða…Lesa meira

true

Albert Hafsteinsson aftur á heimaslóðir

Skagamaðurinn Albert Hafsteinsson hefur gengið til liðs við Knattspyrnufélag ÍA frá Fram sem leikur í Bestu deild karla. Albert, sem er fæddur árið 1996, kemur upp úr yngri flokka starfi ÍA og spilaði sinn fyrsta leik í meistaraflokki með ÍA árið 2015. Árið 2020 gekk hann til liðs við Fram og hefur spilað með þeim…Lesa meira

true

Opið fyrir skráningu á unglingalandsmót UMFÍ

Til mánaðamóta verður opið fyrir skráningu á Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður á Sauðárkróki að þessu sinni. „Nú er aldeilis farið að styttast í Unglingalandsmót UMFÍ um verslunarmannahelgina. Mótið verður afar fjölbreytt og skemmtilegt, 18 íþróttagreinar í boði og gríðarlegur fjöldi af kynningum á mörgu skemmtilegu sem ekki þarf að skrá sig í. Mikilvægt er…Lesa meira