Íþróttir
Byrjunarlið Kára gegn Elliða. Ljósm. Kári

Kári laut í lægra haldi fyrir Elliða

Knattspyrnufélag Kára frá Akranesi og lið Elliða úr Árbænum áttust við í 3. deild karla í gærkvöldi og var viðureignin í Akraneshöllinni. Fyrir leik var Kári í sjötta sæti deildarinnar með 19 stig og Elliði sæti neðar með 17 stig. Það var því mikið undir enda hefðu Káramenn með sigri skellt sér upp í fjórða sætið tímabundið aðeins fjórum stigum á eftir liði Kormáks/Hvatar sem sat í öðru sætinu.

Kári laut í lægra haldi fyrir Elliða - Skessuhorn