Íþróttir
Verðlaunahafar ásamt mótshaldaranum Flemming Jessen.

Flemming púttmót haldið í norðan vindi á Hvammstanga

Hið opna Flemming-púttmót fór fram föstudaginn 28. júlí á Hvammstanga. Þátttaka var ágæt en 39 þátttakendur voru á mótinu, völlurinn sæmilegur og slapp til með veður, að sögn Flemming Jessen mótshaldara. Að venju voru leiknar 2x18 holur á mótinu, alls 36. Er þetta í 13. sinn sem mótið er haldið, en það fyrsta var haldið að loknu 1. Landsmóti UMFÍ 50+, sem var á Hvammstanga 2011. Að venju var boðið upp á gulrætur, ídýfur, súkkulaði og kaffi, sem kom sér vel í. Vindurinn og sólin tókust á en norðanáttin hafði vinninginn, en skjólið af heilsugæsluhúsinu hélt góðum hita á spilurum sem og á áhorfendum.

Flemming púttmót haldið í norðan vindi á Hvammstanga - Skessuhorn