Íþróttir
Viktor Jónsson. Ljósm. fotbolti.net/Hafliði Breiðfjörð

Viktor á skotskónum í stórsigri Skagamanna

Skagamenn áttu sannarlega góðan föstudag þegar þeir mættu Aftureldingu í Mosfellsbænum í þýðingarmiklum leik í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Gestgjafarnir sátu fyrir leikinn á toppi deildarinnar, en með sigri komust Skagamenn upp í annað sætið og eiga auk þess leik til góða, hafa nú átta stigum minna en toppliðið. Það var Viktor Jónsson sem átti stórleik með Skagamönnum. Skoraði hann alls fjögur mörk af fimm en Hlynur Sævar Jónsson gerði eitt. Afturelding skoraði tvö mörk og niðurstaðan því 5-2 stórsigur Skagamanna.

Viktor á skotskónum í stórsigri Skagamanna - Skessuhorn