Íþróttir

true

Tap hjá Víkingi gegn Dalvík/Reyni

Það var afleit byrjun hjá Víkingi Ólafsvík sem varð liðinu að falli þegar það mætti Dalvík/Reyni í 2. deild karla í knattspyrnu á Dalvíkurvelli í gær. Áki Sölvason kom heimamönnum yfir strax á 4. mínútu leiksins og tíu mínútum síðar bætti Rúnar Helgi Björnsson öðru marki við. Rétt fyrir leikhlé skoraði svo Áki Sölvason sitt…Lesa meira

true

Sterkur útisigur hjá Káramönnum

Leikmenn Kára á Akranesi gerðu góða ferð í Kópavoginn í gær og sigruðu þar lið Augnabliks 2:1 í 3. deild karla. Káramenn byrjuðu leikinn mjög vel og náði Marinó Hilmar Ásgeirsson forystunni fyrir þá strax á þriðju mínútu leiksins. Á þeirri 26. bætti Hilmar Halldórsson við öðru marki fyrir Kára. Augnablik náði að minnka muninn…Lesa meira

true

Tap hjá kvennaliði ÍA gegn Einherja

Kvennalið meistaraflokks ÍA lék í gær í 2. deild kvenna gegn Einherja á Vopnafirði. Leikar fóru þannig að Einherji sigraði 1:0. Eina mark leiksins skoraði Karólína Dröfn Jónsdóttir strax á 17. mínútu leiksins. Skagakonur náðu því ekki að svara fyrir sig það sem eftir lifði leiks. Undir lok leiksins fékk Coni Adelina Ion leikmaður Einherja…Lesa meira

true

Tap hjá Reyni Hellissandi gegn Höfnum

Reynir Hellissandi tapaði í gær í leik gegn Höfnum 1:3 en spilað var á Ólafsvíkurvelli. Friðrik Skúli Reynisson kom gestunum yfir á 35. mínútu leiksins og staðan 0:1 í hálfleik. Eftir klukkutíma leik kom Þorgils Gauti Halldórsson Höfnum í 0:2 og tíu mínútum síðar skoraði Bjartur Logi Kristinsson þriðja mark gestanna. Reynir frá Hellissandi náði…Lesa meira

true

Góður sigur Skagamanna í Grindavík

Skagamenn lönduðu góðum 2:0 útisigri gegn Grindvíkingum í Lengudeildinni í fótbolta í leik sem fram fór í Grindavík á föstudagskvöldið. Gestirnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu forystunni strax á 5. mínútu. Þá fengu þeir hornspyrnu sem Arnór Smárason tók og Indriði Áki Þorláksson skoraði með föstum skalla á nærstöng. Eftir markið héldu gestirnir…Lesa meira

true

Tveir ungir Borgfirðingar munu keppa á heimsmeistaramóti íslenska hestsins

Borgfirski knapinn Þorgeir Ólafsson mun keppa á stóðhestinum Goðasteini frá Haukagili í Hvítársíðu á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem fram mun fara í Hollandi dagana 8.-13. ágúst næstkomandi. Landsliðshópurinn var formlega kynntur fyrir helgi. Þorgeir og Goðasteinn munu keppa í fimmgangi F1, tölti T1 og gæðingaskeiði PP1. Nítján þjóðir eiga fulltrúa á mótinu, en Borgfirðingurinn Máni…Lesa meira

true

Haukur Andri fylgir bróður sínum til Lille

Haukur Andri Haraldsson knattspyrnumaður í ÍA er genginn til liðs við Lille í Frakklandi og fylgir því bróður sínum Hákoni Arnari til félagsins, en hann var seldur til félagsins fyrr í vikunni frá FC Kaupmannahöfn fyrir hátt verð. Haukur Andri skrifaði undir samning við Lille til ársins 2026. Haukur, sem er 17 ára gamall, hóf…Lesa meira

true

Víkingur Ólafsvík og Kári í 8-liða úrslit í fotbolta.net mótinu

Lið Víkings frá Ólafsvík og Kára frá Akranesi tryggðu sér í gærkvöldi sæti í 8-liða úrslitum í fótbolta.net mótinu. Víkingur sigraði Magna frá Grenivík 2:1 í leik sem fram fór nyrðra og Kári sigraði Elliða 4:1 í leik sem spilaður var í Árbænum. Þeir Kristófer Máni Atlason og Brynjar Vilhjálmsson komu Víkingi í 2:0 í…Lesa meira

true

Hákon Arnar á leið í franska boltann fyrir risaupphæð

Knattspyrnumaðurinn tvítugi, Hákon Arnar Haraldsson frá Akranesi, er samkvæmt dönskum og íslenskum fréttamiðlum á leið til franska knattspyrnufélagsins Lille frá FC Köbenhavn. Er fullyrt að franska félagið greiði sem nemur allt að 2,5 milljörðum íslenskra króna fyrir Skagamanninn. Hlutur Knattspyrnufélags ÍA af þessum félagaskiptum gætu numið nokkur hundruð milljónum króna samkvæmt samningi sem gerður var…Lesa meira

true

Sanngjarnt jafntefli á Skaganum

Eftir fimm sigurleiki í röð í Lengjudeildinni náði Vestri frá Ísafirði að stöðva sigurgöngu Skagamanna þegar liðin gerðu jafntefli 1:1 á Akranesvelli í gær. Leikurinn var lengst af frekar bragðdaufur og lítið um marktækifæri en hvort liðið fékk sitt hvort marktækifærið í fyrri hálfleik. Vestramenn fengu sitt færi um miðjan hálfleikinn en þá komst Vladimir…Lesa meira