
Góður sigur Skagamanna í Grindavík
Skagamenn lönduðu góðum 2:0 útisigri gegn Grindvíkingum í Lengudeildinni í fótbolta í leik sem fram fór í Grindavík á föstudagskvöldið. Gestirnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu forystunni strax á 5. mínútu. Þá fengu þeir hornspyrnu sem Arnór Smárason tók og Indriði Áki Þorláksson skoraði með föstum skalla á nærstöng. Eftir markið héldu gestirnir áfram að sækja og voru hársbeidd frá því að bæta öðru marki við á 12. mínútu en þá átti Jón Gísli Eyland Gíslason hörkuskot í þverslá fyrir opnu marki þar sem auðveldara var að setja boltann í opið markið en að skjóta í slána.